Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 40
Hilmar Snorrason skipstjóri
HUtan úr
heimi
Dómur fallinn
Nýlega féll dómur í Grikklandi yfir skipstjóra og stýrimanni
grísku ferjunnar Express Samina sem fórst árið 2000 með þeim
afleiðingum að 80 manns létust. Dæmt var fyrir manndráp en
skipstjórinn, Vassilis Yiannakis, fékk 19 ára fangelsi og yfirstýri-
maðurinn, Anastassios Psychoyios, 16 ára fangelsisdóm. Þá
voru einnig tveir aðrir starfsmenn útgerðarinnar dæmdir í fjög-
urra ára fangelsi hvor en þeir störfuðu á skrifstofu. Ástæða
þessa þunga dóms má rekja til ákvörðunartöku yfirmannanna
þegar slysið varð.
Árlega fellur gifurlegur fjöldi gdma fyrir borð af gdmaskipum.
Gámar
Árlega fer fjöldi gáma fyrir borð af gámaskipum og mikil verð-
mæti tapast. Talið er að milli 2.000 og 10.000 gámar fari fyrir
borð árlega en þessar tölur eru fyrst og fremst getgátur þar sem
ekki er haldið utan um allan þann fjölda gáma sem tapast árlega.
Ekki má heldur líta framhjá þeirri miklu hættu sem skipum
stendur af fljótandi eða marandi gámum.
í byrjun febrúar missti 8.500 teu gámaskip, P&O Nedlloyd
Mondriaan, fjölda gáma fyrir borð skömmu eftir brottför frá
Rotterdam. Ekki var vandræðum skipsins þó lokið. Þvert á
móti. Þegar það kom suður á Biskayflóa missti það 40 gáma til
viðbótar fyrir borð. Ekki liðu nema tveir dagar þar til annað
gámaskip, CMA CGM Verdi, missti 77 gárna fyrir borð, auk þess
sem fjöldi gáma lágu á hliðinni og sumir hangandi út fyrir siður
þegar skipið kom til hafnar í Southampton. Skipið var statt
undan Finisterre höfða þegar það missti gámana.
Nýjar reglur taka gildi
Á 50 ára afmæli gámavæðingar má segja að hátíðabrigðin
verði með þeim hætti að í Evrópu tekur gildi bann við flutning-
um á 45 feta löngum gámum en þeir eru 5 fetum lengri en al-
gengustu gerðir gáma eru í dag.
Einhverjir gera því jafnvel skóna að innan Evrópusambandsins
séu menn að íhuga að láta bannið taka til 30 feta gáma líka en
það eru þó einungis getgátur.
Frá og með 1. janúar 2007 má ekki flytja gömlu 45 feta gá-
manna sem eru með hefðbundnum gámahornum. Þessi gáma-
horn eru notuð til að festa þá, bæði um borð í skipum sem og á
flutningabílum. Aðeins mun verða leyfilegt að flytja þessa
gámalengd ef þeir eru búnir nýjum hornum sem kallast „Euro
hornfestingar” en einungis allra nýjustu gámarnir eru þannig
búnir.
Áfengi ekki liðið
Fyrir skömmu fór sænska strandgæslan um borð í litháíska
flutningaskipið Vita, sem er rúmlega 4000 tonn að stærð, þar
sem það var á siglingu undan stöndum Svíþjóðar. í ljós kom að
skipstjórinn var undir áhrifum áfengis og var skipið tekið til
hafnar í Malmö. Þar áttu að fara fram yfirheyrslur yfir skipstjór-
anum en hann fékk þá hjartaáfall og var fluttur á sjúkrahús.
Skotmörk
Olíuskip eru lögleg skotmörk íslamskra hryðjuverkamanna
samkvæmt tilkynningu frá hugmyndafræðingum al-Qaeda sam-
takanna. Olíuleiðslur, sem og aðrar einingar sem stjórnað er af
„heiðingjum”, eru einnig meðtalin í leiðbeiningum þeirra. Þó
hafa þeir bent á að olíuvinnslusvæðum eigi að hlífa þar sem þau
eru máttarstólpi efnahagslegrar afkomum múslimaþjóða. Má
segja að áhafnir olíuskipa séu orðnar að opinberum skotmörk-
um hryðjuverkamanna og því verður eflaust vandkvæðum
bundið að manna mörg þessara skipa.
Þarf ekki sjókort
Flutningaskipið Maasborg, sem er einungis fjögurra mánaða
gamalt, hefur markað spor í heimssögu siglinga. Skipið er
fyrsta flutningaskipið sem hefur leyfi til siglinga einungis með
rafræn sjókort án þess að krafist sé pappírssjókorta um borð.
Skipið, sem er rúmlega 6.000 tonn, er hið fyrsta af raðsmíðuð-
um hollenskum skipum sem öll verða undaskilin reglum
hollensku siglingamálastofnunarinnar um sjókort
Stýrimaður ákærður
ísraelsk yfirvöld hafa gefið út ákæru á hendur Filestro Zadra-
bfako sem var þriðji stýrimaður á gámaskipinu Zim Asia. Skip-
ið er 3.400 teu gámaskip (rúmlega tvisvar sinnunr stærra en
Goða- og Dettifoss). Er Filestro gefið að sök að hafa siglt á jap-
anska fiskiskipið Shinsei Maru No 3 undan Hokkaido eyju í
september á síðastliðnu ári.
Ákæran kom 1 kjölfar fimm mánaða rannsóknar og leitar að
skipinu sem sigldi á fiskiskipið með þeim afleiðingum að sjö
sjómenn fórust. Filestro er ákærður fyrir manndráp af gáleysi.
Stöðugt berast fleiri fréttir af ákærum á hendur stjórnendum
skipa í kjölfar árekstra og annarra slysa sem sýnir að óásættan-
legt sé að stjórnendur sýni kæruleysi við stjórn skipa sinna.
Stórslys á Rauða hafi
Hörmulegt ferjuslys varð á Rauða hafi þann 3. febrúar s.l.
þegar ferjan al-Salam Boccaccio 98 fórst. Um borð voru 1312
farþegar og 97 manna áhöfn. 387 björguðust en 411 lík hafa
fundist. Enn er 611 manns saknað.
Mikil læti urðu í kjölfarið þar sem meðal annars ættingjar
þeirra sem á ferjunni voru réðusl á skrifsiofur útgerðarinnar og
brenndu. Útgerðin hefur gefið út að hún muni greiða bætur til
eftirlifenda sem nema $ 26.000 fyrir hvern látinn einstakling.
Hosni Mubarak hefur einnig lofað ættingjum þeirra sem fórust
$ 5.200 og þeim sem björguðust $ 2.600.
Samkvæmt Aþenusamkomulaginu eru bætur fyrir einstakling
sem ferst með farþegaskipi að hámarki $ 67.000 eða 46.660
SDR. Þá er einnig hámark á greiðslu fyrir eitt atvik að það fari
ekki yfir 25 milljón SDR bótaþakið.
Al-Salam Boccaccio 98 var búið svörtum kassa og tókst að ná
honum í umfangsmikilli köfunaraðgerð. Hefur kassinn verið
sendur til Bretlands þar sem gögnin verða rannsökuð. Köfunin
40 - Sjómannablaðið Víkingur