Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 26
\ Roðamaur Cuðmundar Ármanns. Dálítið tœtingsleg fluga en falleg þó og kemur verulega á óvart ef menn þora að prófa hana. til að mynda stórskornum sjómanni úr Vestmannaeyjum sem var lunkinn veiði- maður og iðinn hnýtari. Hann var mikill um sig á alla kanta og fingurnir eins og símastaurar. Samt gat hann hnýtt listilega vel gerðar flugur, nýtti allar dauðar stundir úti á ballarhafi til að hnýta og kom heim úr hverjum túr með góðan afla og flugur í massavís. Og það er ekki óalgengt að sjómenn hnýti flugur á hafi úti. Stundum virðist sem veiðibakterían stingi sér niður hjá á- kveðnum starfsstéttum, eins og torkenni- leg flensa. Frægt er að tónlistarmenn eru margir hverjir ástríðufullir stangaveiði- menn og þannig er það líka um sjómenn. Róar hugann og styttir stundir Valdimar Friðgeirsson er einn af þeim sjómönnum sem hafa fengið bakteríuna. Hann hugsar í hjólum og línum og finnst fátt skemmtilegra en að tala um stangir og fiska. Hann fer víða til veiða á hverju sumri en segist eitthvað hafa linast við nar Hólnwskrifar um lagnar Hóinws jTuguvewi Sjómaðurinn hefur feng- ið Ragnar Hólm Ragn- arsson, reyndan flugu- veiðimann, til að skrifa nokkra þœtti í blaðið um áhugamál sitt. í nœstu tölublöðum verður litið til hinna ýmsu veiðistaða á íslandi en Ragnar hef- ur leikinn á umfjöllun um vetrariðju veiði- manna, nefnilega hnýt- ingar. Hnýtt á hafi úti Stangaveiði er ekki með góðu móti hægt að stunda á veturna. Að minnsta kosti ekki hér á íslandi. Fyrir áhugasama veiðimenn er þetta náttúrlega grábölvað en þó enginn frágangssök því menn geta ýmislegt gert til að stytta biðina eftir sumri. Pað að hnýta sínar eigin flugur er til dæmis mjög vel til þess faliið. Hnýt- ingar eru þægilegt og í rauninni mjög skemmtilegt tómstundagaman. Höfundur greinarinnar að veiðum í Hval- vatnsfirði í Fjörðum með væna sjóbleikju. Margsinnis hef ég heyrt af mönnum sem dunda sér við það á frívöktum á sjónum að hnýta flugur. Gjarnan eru nokkrir saman á hverju skipi sem stunda þetta og bera þá saman bækur sínar í leiðinni. Hnýtingar eru ekki fínleg handavinna. Menn þurfa ekki að vera mjög fínlegir eða miklir hagleiksmenn til að geta hnýtt. Fyrir nokkrum árum kynntist ég hnýtingarnar á síðari árum. Hér áður fyrr hafði hann hnýtingagræjurnar alltaf með sér um borð ef aðstæður leyfðu. „Við vorum þrír saman sem hnýttum um borð í Sléttbaki EA og það var oft ansi gaman,” segir Valdimar. „Pað mynd- aðist ágæt stemning í kringum þetta hjá okkur og var gott að hafa svona sameig- inlegt áhugamál um borð. En síðan fór- um við hver í sína áttina og þar með lognaðist þetta út af, að minnsta kosti hjá mér. Ég er núna á Höfrungi AK, Óli Kristjáns er á Víði EA og Sverrir á Guðmundi VE, þannig að þessi litli hnýtingaklúbbur hafsins dó eiginlega drottni sínum. Þetta voru mjög góðir tímar en eftir þetta hef ég varla tekið græjurnar með mér á sjó- inn. Aðstæður eru auðvitað mjög misjafnar en þær voru mjög góðar um borð í Slétt- baki. Þá var auðvelt að setjast niður og hnýta þegar lítið var að gera en það er alls ekki nóg að hafa bara líma, það þarf líka að vera þokkalega gott veður. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig það er að reyna að hnýta í veltingi og haugasjó. Fjaðrirnar og allt dótið sem til þarf er þá bara á fleygiferð um káetuna og maður ræður ekki neitt við neitt. En þegar er koppalogn og ekkert að gera, er ósköp þægilegt að geta sest niður og hnýtt nokkrar flugur. Það róar hugann og stytt- ir manni stundir,” segir Valdimar Frið- geirsson. Já, það hlýtur að vera nokkuð undarleg tilfinning að ætla að hnýta fíngerðar flug- 26 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.