Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 9
Ljósm.: George Grigoriov á Vötnin miklu. Sú leið er löng, yfir 2.000 sjómílur (3.700 km) frá strönd Atlantshafsins til Duluth í Minnesota. Á þessari leið eru alls 19 skipastigar, þar af sjö á leiðinni frá Montreal til Welland, 8 í Welland-stiganum og fjórir þar fyrir ofan. Hæðarmunurinn á þessari leið er 180 metrar. Af þessurn 180 metrum er skipununt lyft um 99,5 metra i Welland-stiganum en hlutverk hans er að koma skipunum framhjá Niagara-fossunum yfir 43 km breitt eiði sent skilur að Erie og Ontario- vötn. Pótt hæðin sé margföld á við Panama getur stiginn ekki tekið nema 25.000 tonna skip. Hvert þrep er tæplega 25 metrar á breidd og 233,5 m á lengd getur þó ekki tekið stærstu skip því stærð stiganna takmarkar stærð skipanna. Stigarnir eru 33,5 m á breidd og tæplega 305 m að lengd en dýpið er mest 12,5 m. Leiðin yfir Panamaeiðið er 48 míl- ur eða 77 km og tekur 6-7 klukkustundir,” sagðijón. Pólitískir skipaskurðir Allir þekkja pólitíkina í kring- um Súez-skurðinn en hún varð tvívegis til þess að skurðinum var lokað. Fyrst gerðist það á árunum 1956-1957 og svo lokaðist hann aftur í stríði ísraels og Egypta árið 1967. Pá var hann lokaður i átta ár. Panama-skurðinum hefur að vísu ekki verið lokað en stundum mátti ekki miklu rnuna að svo færi. Saga skurðsins hófst árið 1880 þegar Frakkar reyndu að grafa skurð í gegnum eiðið án stiga, þeir ætluðu að hafa allan skurðinn við sjávarmál. Það gekk illa og framkvæmdin hafði kostað á þriðja tug þúsunda verkamanna lífið, aðallega vegna sjúkdóma sem kviknuðu af skordýrum, áður en gefist var upp árið 1889. Árið 1904 tóku Bandaríkin upp þráðinn. íbúar Panama höfðu gert uppreisn gegn Kólumbíu og Bandaríkjastjórn studdi sjálfstæð- isbaráttu þeirra, því var reyndar haldið fram að Bandaríkin hefðu kynt undir baráttunni. Gjaldið fyr- ir stuðninginn var að Bandaríkin fengu yfirráð yfir landræmu þvert yfir eiðið þar sem þeir grófu skurðinn á árunum 1904-1914. Spildunni meðfram skurðinum var stjórnað af Bandaríkjaher en í lok áttunda áratugar síðustu aldar sömdu forsetar ríkjanna um að Panama fengi öll yfirráð yfir skurðinum urn aldamótin. Áður en af því varð kom til valda í Panama herforingi að nafni Nori- ega sem krafðist þess að Banda- ríkjamenn færu samstundis til síns heirna. Sú deila endaði með því að George Bush eldri sendi meiri her til Panama til að verja skurðinn. Noriega varð hins vegar uppvís að eiturlyfjabraski og dagaði uppi í bandarísku fangelsi. Eins og Jón nefndi hamlar stærð skipa- stiganna því að hægt sé að taka stærri skip en sem svarar 65.000 tonnum. Til eru áætlanir um að stækka stigana svo þeir geti tekið 150.000 tonna skip en þær hafa hingað til strandað á kostnaðin- um, auk þess sem umhverfisþættir setja strik í reikninginn. Pað er fyrst og fremst þverrandi vatnsmagn í Gatún vatninu sem veldur mönnum áhyggjum. í hvert sinn sem skip fer um skipasligana er rúmlega 200 milljónum lítra af vatni Kórintuskurðurinn er sannarlega ntðþröngur. dælt út í hafið. Petla var ekkert vanda- mál meðan regnskógurinn umhverfis vatnið sá til þess að beina hitabeltisrign- ingunum rétta leið út í vatnið. Skógurinn hefur hins vegar hopað frá vatninu sem hefur leitt lil þess að vatnsborðið lækkar og framburður út í það eykst þegar skóg- urinn er ekki lengur til að binda jarðveg- Upp á Vötnin miklu Jón hefur siglt um fleiri skurði og finnst honum þar mest koma til Wel- land-skipaskurðsins sem er á landamær- um Bandaríkjanna og Kanada. Hann er raunar hluti af stærra kerfi skipaskurða og -stiga á leiðinni frá Atlantshafinu upp

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.