Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 18
Guðmundur Örn Guðjónsson og sonur hans, Kristján Már. Guðmundur Örn /lutti erindi og
hvatti tíl kaupa á öflugum dráttarbáti.
Kristjáns Vilhelmssonar, en hann var
einn ræðumanna á fundinum og kom
með skemmtilegar ádrepur.
•
Kristján spurði hvort ekki væri orðið
tímabært að endurskoða vaktalögin á
stærri skipunum. Rannsóknir hefðu sýnt
að sjómenn næðu yfirleitt ekki góðurn
svefni. „Væri það ekki gott yfir svartasta
skammdegið að vera á dagvakt annnan-
hvern dag og fá eina vakt á sólarhring
með lengri svefntíma?” spurði Kristján.
•
Sjónvarpið stelur svefni frá mörgum
sjómanninum, er skoðun Kristjáns. Og
hvaða vit er að hafa sjónvarp í hverjum
klefa, velti hann fyrir sér. „Er ekki allt of
einmanalegt og getur það ekki valdið
depurð og leiða að sitja einn inni í klefa
og horfa á sjónvarp, ég er þeirrar skoð-
unar.”
Auk þessa benti Kristján á að sjónvörp
væru skæðir íkveikjuvaldar og hvaða vit
væri þá að hafa þau „ ... jafnvel í kojunni
sinni?”
•
Léttbátar voru Kristjáni ofarlega í huga
sem hann sagði vandmeðfarin tæki: „ ...
menn virðast ekki gera sér grein fyrir því
hvernig þessir bátar eru 1 sjó, og þá sér-
staklega hvernig þeir verja sig upp við
skipshlið. Á þessu er nauðsyn að gera
bragarbót og sjómenn ættu að sjá nauð-
syn þess að sækja námskeið sem eru i
boði um notkun þeirra.”
Bókin, í fréttum var þetta helst, geymir gamansögur af ís-
lensku fjölmiðlafólk. Gluggum örlitið í þetta ágæta rit.
•
Steingrímur Hermannsson, framsóknarmaður og fyrrverandi
forsætisráðherra, varð eitt sinn fyrir því óláni, að saga framan af
einum fingra sinna. Skömmu seinna var hann í sjónvarpsviðtali
hjá Ómari Ragnarssyni og afgreiddi fréttamaðurinn þetta óhapp
á þann hátt, að „Steingrímur væri eini ráðherrann í sögu ís-
lenska lýðveldisins sem hefði minnkað í embætti.”
•
Ómar Ragnarsson var á sínum yngri árum íþróttafréttamaður
hjá Sjónvarpinu og var þá einhverju sinni að lýsa kappakstri.
Sást þá, aldrei þessu vant á þeim vettvangi, rússneskur
kappakstursbíll og skipti engum togum, að hann var keyrður í
klessu. Um leið sagði Ómar:
„Það mundi nú ekki duga hamar og sigð til að rétta hann,
þennan.”
•
Eitt sinn var Ómar að lýsa knattspyrnuleik fyrir sjónvarpsá-
horfendum og varð þá smávegis fótaskortur á tungunni undir
lok viðureignarinnar. Hann sagði:
„Leiktíminn er alveg að renna út. Dómarinn er kominn með
klukkuna upp í sig.”
Ómar hefur margsinnis aðstoðað Bubba Morthens í boxlýsing-
um á Sýn og svo rnikil er innlifun þeirra, að vafalítið eru þeir
orðnir bláir og bólgnir þegar upp er staðið frá atkvæðamestu
slagsmálunum - engu síður en sjálfar bardagahetjurnar.
Og ekki gekk lítið á hjá þeim Ómari og Bubba þegar Tyson og
Holyfield áttust við hérna um árið með eftirminnilegum hætti;
annar nartaði jú aðeins í eyra hins, en atburður þessi varð einmitt
kveikjan að eftirfarandi limru Ragnars Inga Aðalsteinssonar:
Við að sjá þessa lemjandi lubba
mig langaði mest til að gubba.
Það var orrusta heit -
en hvers vegna beit
ekki Ómar í eyrað á Bubba?
•
Spurningar fréttamanna á vettvangi geta oft á tíðum orðið
nokkuð
ankannalegar í hita leiksins einsog þessi saga ber með sér.
Jóhann Hauksson fréttamaður fór eitt sinn á vettvang uppá
Kjalarnes þar sem mörg hundruð hænur höfðu kafnað í elds-
voða á kjúklingabúi. Og þar sem Jóhann stóð við hlið
kjúklingabóndans innan um hrannir af dauðum hænum kom
spurningin:
„Hvernig er það, þola hænur illa reyk?”
18 - Sjómannablaðið Víkingur