Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 32
Eyðileggingin á Súmötru séð úr lofti Heimild: Danska veðurstofan
Bernharð Haraldsson þýddi og endursagði
T S U N A M I
- ógn frá úthafinu -
Hér verður fjallað svolítið um hafna-
bylgjur, tsunami heita þær á japönsku -
en ein slík varð nær 300 þúsund manns
að bana í Asíu á jólum 2004. Sagt verð-
ur örlítið frá eðli þeirra og að lokum
horft til baka, allt til ársins 1755 er slík
bylgja varð um 90 þúsund manns að
bana í Lissabon, höfuðborg Portúgals
Við Indlandshaf
Annan dag jóla, 26. desember 2004,
risu gríðarstórar hafnabylgjur á Indlands-
hafi, afleiðingar jarðskjálfta, sem átti
upptök sín á hafsbotni um 350 km. vest-
ur af norðurodda Súmötru. Jarðskjálftinn
mældist um 9 stig á Richterkvarða og var
sá öflugasti á hafsbotni í nær hálfa öld.
Bylgjurnar breiddust út með um 700 km.
hraða á klukkustund. Eyðileggingin varð
mikil og manntjónið líklega meira en
menn höfðu áður kynnst.
Bylgjurnar náðu til Súmötru á um 15
mínútum, að ströndum Sri Lanka og
Tælands komu þær eftir 1-2 tíma og
náðu Maldiveyjum eftir 3-4 tíma. Aðeins
6-8 tímum síðar skullu þær á austur-
strönd Afríku, m.a. í Sómalíu og Kenýu.
Hafnabylgjurnar 26. desember 2004
voru þær verstu á Indlandshafi síðan 27.
ágúst 1883 þegar eldfjallið Krakatá í
Indónesíu sprakk hreinlega i loft upp í
mestu sprengingu, sem þekkt er. Spreng-
ingin var svo öflug, að hvellurinn heyrð-
ist alla leið suður í Ástralíu, þúsundir
kílómetra í burtu. Allt að 37-40 metra
háar risabylgjur skullu á ströndum
Súmötru ogjövu. Þær ollu ekki miklu
efnislegu tjóni, en munu hafa orðið um
36 þúsund manns að bana.
Þessar hafnabylgjur bárust mjög víða.
Sjávarstöðumælingar í höfninni í
Kaupmannahöfn sýndu, að þar reis yfir-
borð sjávar skyndilega um 26 cm. Það
tók bylgjuna aðeins 36 klukkustundir að
berast alla þessa leið og því hefur hraði
hennar verið um 660 km. á klukku-
stund! (Farflugshraði Fokker 50 flugvéla
Flugfélags íslands er um 500 km/klst)
Hafnabylgjan 26. desember 2004
fannst ekki í Danmörku, enda var hún
um 20-25 metrum lægri en bylgjan árið
1883.
Tsunami
Tsunami er velþekkt náttúrufyrirbæri í
Japan. Um það bil 17% allra tsunami
verða þar við strendur. Nafnið er jap-
anskt og merkir hafnabylgja. Þær eru
stundum ranglega nefndar sjávarfalla-
bylgjur, en það er alls ekki rétt,
því þær stafa af þyngdarafli jarð-
ar og tungls.
Hafnabylgjurnar myndast m.a
af raski neðanjarðar eða á hafs-
botni, eru afleiðingar jarð-
skjálfta. Ennfremur orsakast
hafnabylgjur af skriðuföllum
neðansjávar, eldgosum og ef loftsteinar
rekast á jörðina.
Þegar jarðskjálfti hefur myndað hafna-
bylgju þá eflist hún og getur færst jafnvel
þúsundir kílómetra frá upptökunum uns
hún lendir á grynnra vatni undan
ströndu, sem hún skellur á sem risaalda,
og brotnar með ógnarkrafti. Þá rís hún
sem veggur og skellur á ströndinni.
Stundum getur hún náð allt að 10 metra
hæð, í annan tíma kemur hún eins og
hröð sjávarfallabylgja. Lendi hún á lág-
lendri strönd getur hún ætt mörg hundruð
metra inn á land.
Þegar jarðskjálfti verður á sjávarbotni,
lyftist hluti hans, en annars staðar sígur
hann. Yfirborð sjávar fylgir hreyfingu
botnsins, sjór lyftist og sjór sígur. Þetta
kemur af stað bylgjuhreyfingu sem er
undanfari hafnabylgjunnar. Bylgjurnar
breiðast út frá miðjunni, rétt eins og þeg-
ar steinn gárar vatn.
Hafnabylgjurnar greina sig frá öðrum
öldum á bylgjuhraðanum, þ.e.a.s. tíman-
um, sem líður milli tveggja bylgna.
Bylgjutími stormbylgna er venjulega 5-30
sek., en hafnabylgnanna frá 10 mínútum
og upp í tvær klukkustundir. Bylgju-
lengdin, þ.e. fjarlægðin milli tveggja
öldutoppa, er miklu styttri þegar urn
stormbylgjur er að ræða, sjaldan meira
en 100-200 metrar, en bylgjulengd
hafnabylgnanna er 100-500 kílómetrar á
úthafinu. Stormbylgjur eru aðeins í yfir-
borði sjávar, hafnabylgjurnar ná alveg
niður á hafsbotn og skýrir það m.a þá
ógnarlegu orku, sem í þeim er. Kafarar
Mœling á sjávarstöðu i Kaupmannahöjn 28. ágúst 1883
Heimild:Danska Veðurstojan
32 - Sjómannablaðið Víkingur
J