Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 6
Þröstur Haraldsson Skurðir og skipastigar Jón G. Magnússon skipstjóri segir frá ferðum sínum um helstu skipaskurði heims Ijólablaði Víkingsins birtist við- tal við Jón G. Magnússon skip- stjóra um hnattferð ms. Akraness fyrir rúmlega tveimur áratugum. Þar var minnst á siglingu í gegn- um tvo af þekktustu skipaskurð- um heims og því lofað að nánar yrði fjallað um þá síðar. Nú er komið að því að efna það loforð. í frásögn Jóns var minnst stuttlega á það þegar Akranesið fór í gegnum Súez- skurðinn sem tengir Miðjarðarhaf við Indlandshaf og styttir leiðina á milli Vestur-Hvrópu og Asíu um tugi þúsunda mílna. Súez-skurðurinn er lengsti skipa- skurður í heimi, 163 km að lengd og fær skipum sem fulllestuð eru allt að 150.000 tonnum að stærð. Um þennan skurð fara yfir 17.000 skip á ári sem mun vera um það bil 8% af allri skipa- umferð um heimshöfin sjö. Við skulum ekki orðlengja meira um skurðinn en gefajóni G. Magnússyni skipstjóra orðið þegar hann rifjar upp siglinguna um skurðinn snemma árs 1975: Mir'aflores-skipastiginn fram undan. „Það var mikið ævintýri að sigla í gegnum Súezskurðinn. Það var komið til Port Said við Miðjarðarhafið og lagst fyr- ir utan höfnina þar sem sem 20-40 skip- um er safnað í skipalest þar sem þau Ljósm.: Will og Deni Mclntyre fengu sitt númer. Svo var gefin skipun um að hífa upp akkeri og leggja af stað og ef skipin voru ekki tilbúinn þá misstu þau plássið í röðinni og urðu að bíða í tólf tíma eftir næstu skipalest. Á ytri Myndin sýnir Regnbogabrúna, sem tengir saman Kanada og Bandaríkin, og hina rómuðu Niagarafossa. 6 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.