Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 20
I^byrjun janúar fór fram fjórða Ijós- myndakeppni Sjómannablaðsins Vík- ings. Keppni þessi er undanfari norrænnar ljósmyndakeppni sjómanna. Alls bárust um 90 ljósmyndir frá sex Ijósmyndurum, allar teknar á stafrænar myndavélar. í íslensku keppninni hreppti ljósmynd Porgeirs Baldurssonar, háseta á Sólbaki EA, fyrsta sætið. Heitir myndin Strand og er af fiskiskipinu Núpi á strandstað i Patreksfirði. í öðru sæti hafnaði mynd Víðis Benediktssonar, skipstjóra á Kald- baki EA, sem bar heitið Smyrill. Þriðja sætið kom síðan í hlut Jóns Kr. Friðgeirs- sonar, bryta á varðskipinu Tý. Tólf aðrar myndir voru síðan valdar, auk vinningsmyndanna, til að fara áfram í norrænu keppnina. Víkingur óskar sig- urvegurunum hjartanlega til hamingju með glæsilegar myndir. Að þessu sinni koma verðlaunin frá Eddunni. Hinar mögnuðu þjóðsögur Jóns Árnasonar, í endurútgáfu Máls og menningar, eru án vafa ein helsta ger- semi íslenskrar menningarsögu. Pessa þrælspennandi og skemmtilegu lesningu hreppir Þorgeir Baldursson. I hlut Víðis kemur splunkuný bók, sem er raunar svo ný að hún verður ekki komin út þegar þið lesið þessar línur. Hér ræðir um ritið, íslenska fiska, eftir fiskifræðingana Gunnar Jónsson ogjón- björn Pálsson, en hér gera þeir grein fyrir öllum tegundum fiska sem fundist hafa á Aðstandendur keppninnar ásamt dómurum. Frá vínstri: Torbjorn Dalnes, Svíþjóð, Svend Fog dómari Jrá Danmörku, Erling Willy Isaksen, Noregi, Gitte Thorold dómari frá Danmörku, Per Erik Nielsen, Noregi, Sirpa Kittilá, Finnlandi, Arne Jörgensen, Danmörku, og fulltrúi Víkingsins, Hilmar Snorrason. Norðmaðurinn Erling lsaksen er búinn að verafuUtrúi Noregsfrá því keppnin varfyrst haldin en þetta var síðasta keppnin sem hann kemur að þar sem hann hefur nú ákveðið að láta af stöfum hjá velferðarþjónustu norskra sjómanna. Þorgeir, Víðir, Jón Kr., hjart- anlega til hamingju og kærar þakkir fyrir að veita okkur hin- unt innsýn í heiminn eins og þið sjáið hann. • Eins og áður sagði fóru 15 myndir í hina norrænu ljós- myndakeppni sjómanna en það var Handelsfládens Velfærdsrád sem hélt keppnina að þessu sinni. Á hinum Norðurlöndunum fer keppnin fram með sama hætti og hjá okkur en sarnan- lagt bárust 860 myndir frá 132 ljósmyndurum. Einungis 15 myndir eru gjaldgengar frá hverju landi og því kepptu ein- ungis 75 myndir til verðlauna. íslenska dómnefndin, frá vinstri, Jón Svavarsson,Jón Hjaltason, Ánii Bjarnason og Hilmar Snorrason. íslandsmiðum - tæplega 340 talsins. Ná- kvæmar vatnslitamyndir Jóns Baldurs Hlíðberg fylgja hverri tegund. Þriðju verðlaunin eru svo hin einstæða ljósmyndabók Ragnars Axelssonar, AND- LIT NORÐURSINS, Ísland-Færeyjar- Grænland. Ragnar, eða RAXI, hefur vak- ið heimsathygli fyrir ljósmyndir sínar og við skiljum ástæðuna þegar við flettum þessari bók hans sem fangar anda norðursins betur en nokkrum hefur tekist hingað til. fl 20 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.