Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 36
Sigling um Netið í umsjón Hilmars Snorrasonar líRSII’TÆV'' HOME PHOTO GALLERY Welcome to the Llquid Highway What i* the Liquid Highwoy? The Liquid Hghwoy is tt* leadmg Rrver Thames resource tor up lo date news and riío We also otler the wortds largest Ttiarties vessel photo galery wíh over 500 photos trom Tugs to Bargesfassenger Vessels to Pitot Vessels Tlte sile was tounded In October 2005 by Ben VM» saw the opporlunlty to build a websíe that was unique to the River Thames and had a target aucSence of ship photographers,touris1s and even Thames waterman. The síe started wth a very basic layout and a smafl gaHety wíh less than 50 photographs.wtnch soon grew to over 500 w<h the help of the pubte: doriating photos. This síe is atways open to your views and opmions.so teel tree to go to the contact page and drop us an email II you wish to keep up to date w«h River Thames mformationthen this is the site to visí.You wí not be disappomted R«c*nt Updjt«» ISEniEBK&E^jsiad) Thames News Special DS CONTACT Rivar Thames Ru Advert: Lootong tor a vetMl? ^ W VOTCNOW' ) Enn eina ferðina ætlum við að skoða 10 áhugaverðar vefsíður. Veraldarvefur- inn er óþrjótandi lind af fróðleik og upp- lýsingum en að sama skapi má finna þar haug af rusli. Það getur verið tímafrekt að ferðast á netinu í leit að fróðleik, sér- staklega ef maður ráfar þar um stefnu- laust. Leitarvélarnar eru því mikil þarfa- þing og eflaust flestir sem nýta sér leitar- vélina Google eða jafnvel íslenskar leitar- vélar. Ég vil leiða lesendur að einni mjög góðri leitarsíðu sem er á slóðinni www.a9.com en hún hefur upp á að bjóða þægilegt viðmót auk þess sem gamlar leitir eru aðgengilegar aftur. En nú snúum við okkur að heimasíðuferða- laginu. Síðastliðið haust voru liðin 30 ár frá þvt að landhelgin var færð út í 200 mílur og á netinu er eitt og annað að finna um þorskastríð okkar við Breta. Fyrsta síðan er á slóðinni www.hms- yarmouth.com/cod_war.htm og er undir- síða á heimasíðu freigátunnar HMS Yar- mouth. f>ar ber fyrst að nefna að Guð- mundar heitins Kærnested skipherra er þar minnst en síðan er að finna þar fjölda mynda sem teknar voru 1 þorska- stríðinu 1976. Skemmtilegt er að sjá myndir teknar annars vegar um borð í Yarmouth og hins vegar um borð í varð- skipinu Baldri en þar var Jón Páll Ás- geirsson sem hefur ljáð Víkingnum fjölda ljósmynda í gegnum tíðina auk þess að hafa tekið þátt í öllum ljósmyndakeppn- um blaðsins og unnið til verðlauna. Á síðunni er að finna grein um ferð skips- ins á íslandsmið sem var frá 18. febrúar til 2. mars 1976 eða þar til Baldur sendi hana heim. Ekki verða allir þó sáttir við lýsingar Bretanna á atburðinum. Næsta síða er frá freigátunni HMS Bacchante þar sem einnig er að finna „stríðsmyndir”. Slóðin þangað er www.hmsbacchante.co.uk/ og eins og á þeirri fyrri þá er hér að finna þorska- stríðsmyndir. Jón Páll hefur einnig ljáð þeim ljósmyndir þannig að jrað eru myndir frá báðum hliðum á síðunni. Pessar slður vekja minningar og vil ég hvetja þá sem eru í heimasíðugerð og hafa áhuga á þessu tímabili í sögu lands og sjávar að setja upp síðu þar sem myndir og minningar þorskastríðsáranna verður safnað saman. Næsta síða er frá Noregi og er á slóð- inni www.multi-maritime.no en þessi síða er heimasíða Multi Maritime AS. Hún væri eflaust ekki merkileg fyrir okk- ur lesendur blaðsins nema kannski fyrir það að þetta fyrirtæki hefur hannað nýju frystiskipin sem Eimskip er að láta smíða í Noregi. Eitt þeirra hefur þegar verið af- hent, Svartfoss. Á síðunni má sjá næsta skip sem Eimskip mun fá afhent og hef- ur það fengið nafnið Stórfoss. Sjá má myndir af skrokknum koma til skipa- smíðaslöðvarinnar, Vaagland Bátbyggeri. Fyrir siglingafræðinga er nauðsynlegt að fá leiðréttingar á kortum og vitum en oft fer langur tími í að leiðrétta sjókortin. Pað er ekki víst að við fáum allar þær til- kynningar til sjófarenda (Notice to Mar- iners) en ef farið er á slóðina www.nga.mil/portal/site/maritime/ þá er þar að finna tilkynningar til sjófarenda frá bandarísku strandgæslunni. Þar er einnig að finna ntjög hjálplegar breytur fyrir skipstjórnarmenn. Þar er meðal ; jaga vatnshitablásarar í úrvali smáir sem stórir • 5 - 50 kW með jaga-AVS® loftdreifikerfi Gæði • Reynsla • Þjónusta Danfoss hf Skútuvogi 6 Sími 510 4100 www.danfoss.is 36 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.