Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Side 39
Og Ijúka þaðan stúdentsprófi, en hafa
ekki gert sér grein fyrir því að það er líka
mögulegt að fara beint í vélstjórnarnám
að loknu grunnskólanámi og halda síðan
áfram í tækninámi eða fara í raungreinar
í háskóla, t.d. véla- eða rafmagnsverk-
fræði. Staðreyndin er sú að nemendur
sem fara þessa leið í gegnum skólakerfið
og í háskóla standa mjög vel að vígi og
hafa ákveðið forskot á þá samnemendur í
háskóla sem eru með hefðbundið stúd-
entspróf. Það virðist vera orðið nokkuð
gróið í þjóðarsálina að stúdentsprófið sé
úauðsynlegur farmiði út í lífið. Vorið
2005 útskrifaði Fjöltækniskólinn í annað
sinn 4. stigs nemendur vélstjórnar sem
stúdenta samhliða hefðbundinni útskrift
vélstjórnar.
Gæðakerfi ISO 9000
Fjöltækniskóli íslands fékk gæðavott-
un samkvæmt ISO 9001 í febrúar 2005
og er fyrsti framhaldsskólinn á landinu
til að öðlast formlega gæðavottun. Fjöl-
tækniskólinn hefur frá upphafi reksturs
skólans unnið að hönnun og innleiðingu
gæðastjórnunar samkvæmt ISO 9001
staðli og er það gert að kröfu IMO, Al-
þjóða siglingamálastofnunarinnar. Vottað
gæðakerfi er skilyrði þess að íslensk at-
vinnuskírteini séu viðurkennd erlendis
°g að Siglingastofnun hafi heimild til út-
gáfu alþjóðaskírteina á grundvelli ís-
lenskrar menntunar á þessum sviðum.
Áhrif vottunar á innra starf skólans
hafa verið mjög mikil og leitt af sér tölu-
yerðar breytingar og er ljóst að starfið er
nrun skipulegra og gegnsærra eftir en
áður. Aðrir skólar hafa sótt í smiðju Fjöl-
iækniskólans og eru að taka upp hluta
þessa sérhannaða gæðakerfis skólans.
Slysavarnaskóli sjómanna hefur einnig
hlotið gæðavottun ISO 9001.
Aðbúnaður í skólanum
Miklar breytingar hafa átt sér stað í að-
húnaði og tækjabúnaði Fjöltækniskólans
°g hefur gagnger endurnýjun tölvubún-
aðar og skjávarpa í skólanum átt sér stað
aúk endurbóta á ýmiskonar aðstöðu og
húnaði. Ber þar hæst endurnýjun herma
skólans sent fram fór sumarið 2004.
Tæknimál í kennsluumhverfi skólans
eiu 1 stöðugri þróun og sífellt unnið að
eflingu tölvutækni í kennslu bæði hvað
varðar kennara og nemendur.
Varðskipsbraut
Á vorönn 2006 er boðið upp á kennslu
a 4. stigi skipstjórnar - varðskipsdeild en
utskrifaðir nemendur 4. stigs bæta við
S1g féttindum skipherra á varðskip. 4.
stigið er í boði á nokkurra ára fresti og
Þá í samvinnu við Landhelgisgæsluna en
a hr sem lokið hafa 3. stigi skipstjórnar
geta skráð sig til 4. stigs.
Unnið hefur verið að aðlögun og end-
urskoðun námsins á liðnuin mánuðum
og varð nokkur breyting á náminu frá
því sem síðast var kennt.
Gert er ráð fyrir að Varðskipsbrautin
verði aftur í boði vorönn 2007.
Viðbótarnám í rafvirkjun
Nemendum skólans sem ljúka 4. stigi
vélstjórnar hefur á síðustu önnum verið
boðið að taka fagbóklegt nám til sveins-
próf rafvirkjunar í samræmi við reglur
ráðuneytisins þar um.
Þetta viðbótarnám gerir nemendum
kleift að þreyta sveinspróf í rafvirkjun og
öðlast almenn réttindi rafvirkja að loknu
starfsnámi og sveinsprófi.
Mikil verðmæti felast í því fyrir vél-
stjóra að geta samhliða náminu lokið
námi til réttinda rafvirkja ásamt því að
geta einnig fengið réttindi vélfræðings að
afloknum námssamningi og sveinsprófi
vélvirkjunar/ eða málmiðnaðargrein.
Menntun sem færir nemanda tækifæri
til þrefaldra réttinda að undangengnu
námi í skóla og á vinnustað, þ.e. réttindi
vélstjóra, vélfræðings og rafvirkja hlýtur
að teljast verðmætt og gerir vélstjórnar-
námið einstakt í sinni röð.
Endurmenntun
Fjöltækniskóli íslands býður öfluga
endurmenntun og hefur fjöldi námskeiða
verið haldinn undanfarin ár. Gerður var
samningur við Sjómennt um endur-
menntun starfandi undirmanna á sjó og
er sjóðurinn nú í umsjón Fjöltækniskól-
ans.
Nokkur ný námskeið hafa litið dagsins
ljós á síðasta ári. Þar ber hæst námskeið-
in um endurnýjun skipstjórnarréttinda
og annað um endurnýjun vélstjórnar-
réttinda þar sem þeir, sem ekki hafa
nægjanlegan siglingatíma til að viðhalda
fullum réttindum geta sótt 3ja daga nám-
skeið til endurnýjunar á réttindum sín-
um.
Að lokum
Það er von stjórnenda Fjöltækniskól-
ans að skólanum sé að takast að marka
sig í samræmi við þá stefnu sem lagt var
upp með og takist að byggja upp öflugan
starfsnámsskóla sem fullnægi þörfum at-
vinnulífsins til færni og þekkingar.
Hlutverk skóla er að þjóna viðskipta-
vinum sínum sem best; annarsvegar
þeim sem verða þjónustunnar aðnjót-
andi, þ.e.nemendum, og hinsvegar at-
vinnulífinu sem ræður nemendur skól-
ans til starfa.
Jón B. Stefánsson
I -1
r 1 ’!
Sjómannablaðið Víkingur - 39