Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 8
 Ljósm.: Andy Caulfield Chicago við Michiganvatn. ■Ifl 111 -.1-1 Sl höfninni komu fulltrúar hafnaryfirvalda um borð til að skrifa upp á pappíra. En þessir karlar byrjuðu á því að tilkynna að þeir þyrftu tvo kassa af góðu viskíi og 50-100 karton af slgarettum. - Ef við fáum það ekki getið þið beðið einhverja daga eftir fararleyfi til að halda áfram, sögðu þeir. Þegar hafnaryfirvöldum hafði verið sinnt komu menn á stórum trébátum sem róið var að skipshlið og þeir hífðir um borð. í gegnum Súez geta skipin bara siglt i einfaldri röð. Á sama tíma leggur önnur lest af stað sunnan frá og á ákveðnum stað nálægt miðri leið mætast lestarnar. Þá eru bátarnir settir á flot í skipunum sem eru á suðurleið og róið í land með landfestar sem notaðir eru til að hifa skipin upp að skurðbakkanum. Þar bíða þau meðan skipin á norðurleið sigla framhjá. Svo er skipunum slakað út aftur og ferðin heldur áfram. Alls tekur sigl- ingin eftir skurðinum um 15 tíma frá því farið er frá Port Said þar til siglt er inn á Rauðahafið. Þar kveðja mennirnir með bátana og skipið heldur áfram sinni för.” Dreginn af múldýrum Panama-skurðurinn er næstmesti skipaskurður heims þótt hann sé ekki nema helmingur af lengd Suez-skurðsins. í honum eru skipastigar sem lyfta skip- unum upp um 26 metra og að sjálfsögðu niður aftur. Ef við komum eins og Jón á Akranesinu Kyrrahafsmegin að skurðin- um er siglt inn á Panamaflóann þar sem skurðurinn opnast og stefnan tekin að Miraflores stiganum. Hann er í tveimur þrepum og lyftir skipunum um 16,5 m upp á Miraflores-vatnið sem er lítið stöðuvatn sem endar í Pedro Miguel stig- anum en hann er bara eitt þrep, 9,5 metrar. Allnokkru norðan við hann er komið inn í farveg árinnar Rio Chagres og siglt eftir honum inn á Gatún vatn sem er uppistöðulón gert um leið og skurðurinn var grafinn. Þar sem stíflan í því er siglir skipið inn i Gatún stigann sem er þrjú þrep og slakar skipinu aftur niður að sjávarmáli. Þaðan er stutl niður á Límónuflóa sem liggur út í Karíbahaf. Að sögn Jóns fannst honum merkilegt að sigla inn í fyrsta stigann og sjá hóp af hvítklæddum mönnum koma til að sinna landfestum. Þarna voru á ferð bandarísk- ir hermenn úr flotanum sem hafði yfir- ráð yfir Panamaskurðinum fram til alda- móta. „Þessir menn festu skipið við járn- brautarvagna með digrum vírum en þeir drógu skipið inn i stigann. Þeir drógu okkur á töluverðri ferð og stoppuðu svo snögglega. Svo lyftist skipið og aðrir vagnar tóku við en þessir vagnar eru kallaðir múldýr. Þegar komið er upp á vatnið er hægt að fylla á vatnstanka skipsins því vatnið er tært og ferskt. Þarna gengur umferðin í báðar áttir og er töluvert mikil enda styttir þessi skurð- ur siglinguna milli austur- og vestur- strandar Bandaríkjanna ekki lítið. Frá San Francisco til New York eru 6.000 mílur (9.500 km) sé farið um skurðinn en 14.000 mílur (22.500 krn) ef farið er suður fyrir SuðurAmeríku. Skurðurinn KEMHYDRO - salan Snorrabraut 87 • 105 Reykjavík i æringíirvariiareiiii fyrir gufukatla 8 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.