Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 30
Áskell EA 48. Von TH 5. vetrarvertíð. Fjölskyldufeður til að sjá sér og sínum farborða, ungir menn og konur til að reyna eitthvað nýtt og afla sér fjár í leiðinni. Saltfiskverkun Gjögurs var skemmtilegur vinnustaður þrátt fyrir erf- iða vinnu og oft langar tarnir þegar afla- hrotur komu. Og vinnan þar gaf oft á- gætar tekjur. Skiprúm á Gjögursbátunum voru líka eftirsótt. Vörður var venjulega með hæstu bátum meðan Jóhann Adolf Odd- geirsson var með hann. Oftar en einu sinni hæstur. Og fleiri voru fisknir. Odd- geir ísaksson var nokkrar vertíðir með Áskel. Veturinn 1964 fékk hann á tólfta hundrað tonn og var aflahæstur netabáta í Grindavík. Á síldinni voru Vörður og Von jafnan talin lil aflaskipa, einkum þó Vörður. Eftir sumarið 1955 voru þau í 1. og 2. sæti mótorskipa með hringnót. Þegar all- Ljósm.: Úr bókinni, Bein úr sjó ur aflinn hafði verið umreiknaður í mál var Vörður með 4.224 mál og Von 4.207 mál. Allt er breytingunum undirorpið. Á sjöunda áratugnum var byggð höfn og frystihús á Grenivík. Heimamenn hættu því að þurfa að sækja vinnu á vertíð í öðrum landshlutum. Síldinni var sjálf- hætt, hún hvarf um sama leyti. Mikil- vægi Gjögurs fyrir atvinnulif í Grýtu- bakkahreppi minnkaði til muna. Þannig var það næstu árin en þegar stóru skipin komu varð skiprúm á þeim eftirsótt. Og þótt engin regla sé til hjá Gjögri sem seg- ir að Grenvíkingar skuli sitja fyrir mun vera tiltölulega auðvelt fyrir þá að kom- ast í laus pláss. í áhöfnum Áskels og Há- konar eru núna um 60 manns, ríflega 40% þeirra á núna eða hefur einhvern tíma átt heimili á Grenivík. Stóráföll hafa ekki verið mörg i ríflega hálfrar aldar sögu þessa félags. Það hefur að vísu misst tvo báta en aldrei sjómann þótt stundum hafi munað mjóu. Áfallið 1958 þegar Von strandaði var verst og ekki bara bátstapi. Tekjur á út- gerðarreikningi Vonar voru, þegar hún fórst, komnar í rúmar 600 þús. kr. Á tekjulið útgerðarreiknings Varðar allt þetta ár voru tæpar 2 millj. kr. Gjögur hefur ekki gert mikið af því að fjárfesta í öðr- um fyrirtækjum. Á síldarár- unum þegar slegist var um löndunarplássin varð félagið þó að tryggja bátum sínum aðstöðu. Það eignaðist hlut í síldarplaninu Borgum á Rauf- arhöfn og Seyðisfirði og hlut í plani á Siglufirði á móti Sigfúsi Baldvins- syni. Núna á Gjögur þriðjungshlut i Síld- arvinnslunni á Neskaupstað. Við stjórnvölinn Við stofnun félagsins mun hafa legið beinast við að Þórbjörn Áskelsson tæki að sér stjórn hins nýja fyrirtækis. Hans var hugmyndin, hann undirbjó félags- stofnunina og enginn var líklegri leiðtogi en hann í hópi stofnenda. Dugnaður hans var ódrepandi og þörfin fyrir að vasast í hlutunum. Það sem hann ætlaði sér gerði hann. Þegar bankastjórar voru tregir til að lána fé í fyrirtækið sagði hann: „Hér sit ég þangað til ég fæ eitt- hvað!” Þórbjörn sótti sjó frá 16 ára aldri, fyrst sem háseti og síðan stýrimaður. Tæplega þrítugur keypti hann og gerði út frá Grenivík vélbátinn Hjalta, fyrst með Skapta bróður sínum en lengst af einn. Fyrstu árin var hann sjálfur með bátinn en flutti síg síðan í land og stjórnaði verki í eigin söltun- arhúsi en réði aðra til að stýra bátnum. Þórbjörn seldi Hjalta í árslok 1945 enda farinn þá að undirbúa stærri útgerð. Þórbjörn var vinnuþjarkur og ósérhlífinn og ætlaðist til hins sama af öðrum. Þess vegna þótti mörgum hann harður húsbóndi. Það duldist hins vegar engum sem hjá honum vann að hann bar hag sinna manna mjög fyrir brjósti. Þórbjörn fórst með flugvél- inni ITrímfaxa við Fornebuflugvöll 14. apríl 1963. Hann var að koma frá Hollandi þar sem verið var að Ljósm.: Þorgeir Baldursson 30 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.