Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 31
afhenda honum Oddgeir ÞH 222. Jónas Rafnar skrifaði um hann í minningargrein i Morgunblaðinu 27. apríl 1963: „Eftir að hann fór sjálfur að veita atvinnurekstri forstöðu gat hann sér almenningsorð fyrir frábæran dugnað og á- reiðanleik í öllum viðskipt- um. Hann var hygginn og gætinn i fjármálum en þó stórhuga. Hann var ótrauður að leggja í framkvæmdir ef hann taldi að byggt væri á traustum grundvelli. Þá lá hann ekki á liði sínu, vann sjálfur af hörku og hvatti aðra til dáða.” Skyndilegt fráfall Þórbjarn- ar Áskelssonar var þungt áfall fyrir félagið. En Guðmundur Þorbjörnsson hafði frá upp- hafi fylgst með störfum föður Hájwn EA síns við fyrirtækið og reyndar unnið við hlið hans í nokkur ar. Hann var því öllum hnúlum kunnug- ur og lá beinast við að hann tæki við fekstrinum. Það mun ekki hafa verið létt verk að taka við af skörungi eins og Þórbirni. Höfðu sumir enda nokkrar áhyggjur af hvernig fyrirtækinu mundi reiða af þegar hann var allur. Þær áhyggjur voru á- stæðulausar. Guðmundur hefur verið hamkvæmdastjóri í rúm 40 ár og nú er þriðji ættliðurinn að taka við, lngi Jó- 148. hann Guðmundsson. Hann er, að segja má, fæddur og upp alinn í fyrirtækinu og með þetta allt í blóðinu. Síðustu hálfa öld hafa útgerðarfyrir- tæki komið og farið, sprottið upp og splundrast. Gróin fyrirtæki hafa horfið af sjónarsviðinu við að sameinast öðrum eða lagt upp laupana. í gegnum alla þá sviptivinda hefur Útgerðarfélagið Gjögur hf. komist klakklaust. Gjögur hf. er gott dæmi um fyrirtæki Ljósm.: Þorgeir Baldursson sem ekki kollkeyrir sig vegna of mikillar yfirbyggingar. Þar er meira hugsað um hagnýta hluti en ytra útlit. í engu er sinnt þeirri kröfu tímans að vera í sviðs- ljósinu, eiga glæsibyggingar og áberandi merki. Aftur á móti er vel fylgst með nýj- ustu tækni ef hún getur aukið afköst og aflanýtingu og bætt aðbúnað starfs- hákon eA 148 Ljósm.: Þorgcir Baldursson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.