Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 34
Sjómaðurinn EINAR ÁSGEIRSSON „Ég vinn hjá Hafró þar sem ég er titl- aður rannsóknarmaður,” segir skipstjór- inn og útgerðarmaðurinn Einar Ásgeirs- son aðspurður um hvert sé lifibrauð hans í dag. „Tuskuböllur var starfsheitið sem ég gegndi í upphafi sjómennskuferilsins en hann hófst á olíuskipinu Skeljungi þegar ég var þrettán ára - messagutti er víst fínna nafn yfir það sama. Fimmtán ára byrjaði ég á togurunum, fyrst Bjarna riddara frá Hafnarfirði. Þá var uppsagnar- fresturinn einn sólarhringur þannig að ef bauðst eitthvað betra fyrir guttann var útgerðin ekki lengi að losa sig við hann.” En Einar hélt sig við sjóinn, var þrjú sumur á síld en á togurum á veturna. „Pá flæktust menn á milli skipa. Það voru helst skipstjórarnir sem fylgdu sama skipinu um lengri tíma.” Einar fór í Stýrimannaskólann, varð skipstjóri og eignaðist að lokum sitt eigið skip, Fram RE 111. „Ég fór í land fertugur, var þá búinn að vera á sjónum í meira en aldarfjórðung.” Þegar í land kom hóf Einar að selja Einar (fjœr) ogjón Sólmundsson, verkefnis- stjóri, taka kvarnir um borð í Páli Pálssyni. í kvörnunum eru árhringir, líkt og í trjám, sem segja til um aldur fisksins. Fiskurinn hefur sex kvarnir, þar af tvcer stórar en þœr eru báðar telmar og aldurinn lesinn úr annarri en hín höfð til vara. fisk og í nokkur ár stóð hann i fiskverk- un og fiskútflutningi. „Loks var ég vallarstjóri hjá mínu fé- lagi, Fylki, í níu ár.” * Þegar Víkingur hitti Einar var þetta allt að baki og hann að búa sig undir sjóferð með togaranum Páli Pálssyni. „Þetta er liður í stærsta verkefni Hafró og sjötta árið í röð sem ég er þátttakandi í því um borð í Páli Pálssyni. í 20 ár hef- ur Hafró staðið þessa vakt. Verkefnið heitir, Stofnmæling botnfiska að vorlagi, og hófst fyrir 20 árum. Veiðisérian er því orðin ansi verðmæt. Mælingin felst í því að á hverju ári eru dregnar fjórar mílur á sömu stöðum með eins veiðarfærum. Allt skal vera með sama hætti svo verði sambærilegt á milli ára. Þetta eru 130 veiðislóðir og jafn- mörg tog, eða 130, en við náum 10 til 12 togum á dag ef vel viðrar. Þetta er jafnframt stærsta verkefnið sem Hafrannsóknarstofnun hefur á sín- um snærum. Fjórir togarar taka þátt í því, einn fyrir vestan, annar fyrir norðan, sá þriðji fyrir austan og fjórði út af Suð- urlandi. Bjarni Sæmundsson eltir jafnan einn togarann og kastar fimmtán mínút- um eftir að hann hefur híft. Þannig að verði kastið ógilt hjá togaranum - trollið getur rifnað eða kornið gat á pokann - þá gildir aflinn hjá Bjarna og togarinn þarf ekki að kasta aftur.” Þegar hinni árlegu stofnmælingu botn- fiska lýkur sér Einar fram á netarallið í páskastoppi bátaflotans. „Við fáum þá frið. Þurfum að leggja á fyrirfram á- kveðnum stöðum og erum þá ekkert að flækjast fyrir flotanum eða hann fyrir okkur.” id Donaldson Filtration Solutions VOKVAKERFISSIUR SMUROLIUSIUR HRAOLÍUSÍUR KÆLIVATNSSÍUR LOFTSIUR Reki hf • Fiskislóö 57-59 • 101 Reykjavík Sími 562 2950 • Fax 562 3760 E-mail: bjorn@reki-ehf.is • Vefsíða: www.reki.is nro IS 34 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.