Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 25
THERMOLITE hverjum fítonskrafti heldur viljurn við frekar að þetta komi hægt og bítandi. Reyndar er það alls ekki markmiðið að gera úr þessu stórfyrirtæki heldur miklu frekar að það sé þægilegrar stærðar, bæði fyrir okkur og ekki síður viðskiptavinina. En ég neita því ekki að nú horfum við til fleiri þátta en skipaskoðunar eingöngu.” Verkefnin Þegar Víkingur spyr út í verkefni Sigl- ingastofnunar íslands útskýrir Hálfdan að um sé að ræða ýmsar skoðanir sem jyrirtækið framkvæmir á skipum allt að 400 brúttótonnum að stærð. Svokölluð búnaðarskoðun fer fram ár- lega, á tveggja ára fresti er farið yfir vél- ina og bolinn en þykktarmælingar öxul og stýris skoðanir eru framkvæmdar með fjögurra ára millibili. „Nei, það er ekki mikið um að karlarn- ir geri fasta samninga um þessar skoðan- ir. Þeir hringja í okkur þegar komið er að skoðun enda eiga þeir völina og eru alls ekki bundnir því að láta sama fyrirlækið sjá um allar þessar skoðanir. Mér finnst þetta eðlilegra enda i anda samkeppninn- ar sem til var stofnað með lagabreyting- unni um Siglingastofnun. Þetta hefur haldið verðinu niðri og sparað ríkinu þær nær eitt hundrað milljónir sem það pungaði út árlega til að niðurgreiða þessa þjónustu. Þó má segja að ekki hafi verið gengið alla leið. Siglingastofnun sér nefnilega ennþá um skoðun eldri skipa sem eru yfir 400 brúttótonnum.” Nú verður Víkingur svolítið ráðvilltur á svip. Hálfdan brosir breitt. >Já, ég sagði aldrei að kerfið væri ein- falt.” Víkingur verður enn ráðvilltari en svo rennur upp fyrir honum að líklega eru þau nokkur skipin í islenska flotanum sem eru yfir þessum títtnefndu 400 ionna stærðarmörkum. Hvar skyldu þau lenda í þessu ferli öllu saman? „Flest stærri skip eru smíðuð sam- kvæmt reglum viðurkenndra flokkunar- félaga og skoðuð samkvæmt þeim. Mörg eldri skipa voru smíðuð samkvæmt regl- Um Siglingastofnunar sem í raun var og er nokkurskonar flokkunarfélag. Fimm erlend flokkunarfélög hafa hlotið viður- kenningu íslenskra stjórnvalda og hafa urn það bil 170 íslensk skip verið undir eftirliti þeirra. Allmörg íslensk skip falla milli 400 brúttótonna og skipa sem eru háð eftirliti flokkunarfélaga og þau skip skoðar Siglingastofnun jafnframt því að haía eftirlit með því að viðurkenndar skoðunarstofur og flokkunarfélög sinni siörfunt sínum nreð eðlilegum hætti. Okkur finnst afar sérstakt að opinber stofnun sé að keppa við einkaaðila með þessum hætti. Það verður að stíga skref- lu fuHs og láta af svona samkeppni. Nei, ekki spyrja mig. Ég hef ekki hug- mynd um af hverju þetta er svona. Við ráðum alveg við þessi stærri skip hérna heima en embættismenn segja mér að hér ráði einhverjar Evrópu-reglur eða guð veit hvað. Þær hef ég hins vegar aldrei séð eða lesið. Eldri skipin, yfir 400 brúttótonnum, hafa þannig lent svolítið á milli stafs og hurðar í kerfisbreytingunni. Siglinga- stofnun sá um þau áður og heldur því sem sagt áfram.” Slysavarnaskólinn breytti hugarfarinu „Ég finn glöggt fyrir því að sjómenn eru miklu meira vakandi fyrir öryggis- málum en var hér áður fyrr. Þetta er tek- ið af miklu meiri alvöru og festu. Ég man að eitt sinn kom maður frá Siglingamálastofnun að skoða varðskipið Ægi þar sem ég var stýrimaður. Það var slæmt veður og gaf yfir bryggjuna. Ég var uppi í brú og hann kallaði til mín af bryggjunni hvort ekki væri allt í lagi. Ég svaraði játandi og hann kvaddi.” Hálfdan hlær þegar hann rifar upp þessa sögu og bætir við, skoðunarmann- inum til varnar, að auðvitað vissi hann að varðskipið var í öruggum höndum og rnikið eftirlit haft með því. Engu að síður hefði átt að skoða það og i dag sleppa varðskipin ekki svona létt frá hinum lög- bundnu skoðunum. „Það var líka á allra vitorði að ýmiss búnaður var færður á milli skipa þegar von var á skoðunarmönnum. Þetta heyrir sögunni til og ég er ekki í nokkrum vafa uin að Slysavarnaskóli sjómanna hefur breytt miklu til hins betra í þessum efn- um. Sjómenn eru miklu meira vakandi fyrir þessum hlutum og gera sér glögga grein fyrir því að við erurn í raun nokk- urs konar öryggisverðir en ekki settir þeim til höfuðs.” cJów Be»*gson eKf> Klettháls 15-110 Reykjavík Sími: 588 8881 - Fax: 588 8944 Heimasíða: simnet.is/jonbergsson - E-mail: jonbergsonehf@simnet.is B00TS BUILTT0 LAST Sjómannablaðið Víkingur - 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.