Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 29
aði 687.530,86 kr. Vörður var
sendur á vetrarvertíð í Hafn-
arfirði um leið og hann kom.
Skipstjóri var Jóhann Adolf
Oddgeirsson. Seinni bátur-
inn, Von TH 5, kom í lok
júní og fór beint á síldina.
Skipstjóri á Von var Haraldur
Halldórsson.
Fyrstu vetrarvertíðirnar var
gert út frá Hafnarfirði og lagt
upp hjá Jóni Gíslasyni. Á sex
vertíðum þar var Vörður
þrisvar aflahæstur og þrisvar í
öðru sæti. Algengt var að ver-
tíðarbátar fiskuðu á þessum
árum frá 650 upp í 1000
skippund.
Árið 1953 byrjaði Vörður
að róa frá Grindavík, þá var
Von búin að vera þar eina
vertíð. Von lagði upp hjá Ein-
ari í Garðhúsum, Vörður var
hjá Hraðfrystihúsi Grindavík-
ur.
Bátar eins og Vörður og
Von þættu ekki líklegir til
stórræða nú á dögum. Þeir
voru litlir og gangtregir, en
þeir voru hafskip á þeirra
tíma mælikvarða. Og hægt
var að fiska á þá. Báðir voru
þeir með aflahæstu bátum
bæði á vetrarvertíð og síld.
Stundum á toppnum.
Vörður var happafleyta og
var í eigu Gjögurs í 22 ár. Hann var sið-
ast seldur til Vestmannaeyja 1966 og
fékk þar nafnið Guðfinnur Guðmunds-
son VE 445. Sama gifta fylgdi ekki Von.
Hún strandaði við Reykjanes í mars
1958. Mannbjörg varð en báturinn ónýtt-
ist.
Árið eftir að Von fórst lét Gjögur smíða
fyrir sig nýjan eikarbát í Danmörku,
Áskel ÞH 48. Hann var litlu stærri en
Vörður, 73 brl. og varð happaskip og bar
til hafnar rnargan góðan farm af þorski
og síld. Einkum varð hann oft aflasæll á
vetrarvertíðum. Þau urðu endalok Áskels
að hann brann og varð ónýtur 1988.
Fjórði bátur Gjögurs var Oddgeir ÞH
222. Stálskip, smíðað í Hollandi 1963,
164 brl. að stærð.
Þegar gamli Vörður var seldur þurfti
félagið að verða sér úti um annan. Nýr
Vörður ÞH 4 var smíðaður í Noregi
1967, 248 brl. stálskip.
Oddgeir og Vörður hafa að langmestu
leyti verið gerðir út á bolfisk. Þeir hafa
nú gegnt sínu hlutverki með prýði í um
fjóra áratugi en svara ekki lengur kröfum
úmans, komnir i hóp með mestu öldung-
um flotans.
Árið 1975 festi Gjögur hf. kaup á 363
hrl. stálskipi, Heimi SU 100, og fékk það
nafnið Hákon ÞH 250. Skipið var stækk-
að tveimur árum seinna upp í 414 brl.
Hákon EA 148 nýkominn frá Chíle. Á bryggjunni eru útgerðarmennimir og
skipstjórinn; Ingi Jóhann Guðmundsson, Oddgeirjóhannsson, Guðmundur
Þorbjömsson og Njáll Þjorbjömsson. Ljósm.: Úr bókinni, Bein úr sjó
Það var síðan selt úr landi og afskráð í
árslok 1987 þegar nýr Hákon ÞH 250 var
smíðaður í Noregi, 821 brl. að stærð. Há-
kon hefur verið mikið aflaskip á rækju,
loðnu og síld. Árið 2001 fékk hann nýtt
nafn og númer, Áskell EA 48.
Nýjasta skip Gjögurs hf. er Hákon EA
148, 76 m langt stálskip smíðað í Chile
1999-2001, 1554 brl. og er meðal stærstu
Þórbjörn Askelsson.
Ljósm.: Úr bókinni, Bcin úr sjó
og fullkomnustu fjölveiði-
skipa Islendinga.
Á afmælisárinu er Gjög-
ur hf. að láta srníða fyrir
sig isfisktogara i Póllandi.
Hann verður 29 m langur
með 235 m_ fiskilest. Þetta
nýja skip verður væntan-
lega afhent eigendum sín-
um eftir ár eða svo. Þá má
ætla að gömlu bátarnir
Vörður og Oddgeir fái að
víkja.
Starfsemin
Hugmyndin á bakvið
stofnun Gjögurs hf. var að
efla atvinnulíf heimafyrir
og tryggja þannig afkomu-
möguleika hreppsbúa og á-
framhaldandi og vaxandi
byggð á Grenivík. Hafn-
leysi á staðnum kom þó í
veg fyrir að þeir draumar
yrðu að veruleika. Á Vík-
inni var einn bryggjustúfur,
sem bátarnir gátu varla
lagst að og alls ekki nema í
kyrru veðri þar sem hann
var óvarinn fyrir hafáttinni.
Höfn kom ekki á Grenivík
fyrr en 1968.
Nokkrar tilraunir voru
þó gerðar til að efla at-
vinnu heimafólks. Félagið
reisti geymslu- og fiskverk-
unarhús árið 1949. Það var jafnan kallað
Gjögurshúsið og stóð til ársins 1991 þeg-
ar það var rifið vegna gatnaframkvæmda.
Nokkur fyrstu árin eftir að Vörður og
Von komu reru þeir frá Grenivík á vorin
og lönduðu þar frá því vetrarvertíð lauk í
byrjun maí fram til þess að síld fór að
veiðast í lok júní. Þeir veiddu í troll og
fiskuðu vel. Saltað var um borð. Eitt
haustið reri Vörður með línu frá Greni-
vík. Beitt var í Gjögurshúsinu og lagt
upp í Hrísey.
Tvö vor, 1956 og 1957, komu bátarnir
heim frá vetrarvertíð fullir af saltfiski
sem heimafólk síðan fékk vinnu við að
þurrka, meta og pakka.
En þó að Gjögri tækist ekki að efla at-
vinnulífið til muna á heimaslóð þá veitti
félagið fjölmörgum hreppsbúum atvinnu.
Á árinu 1958 voru 150 manns á launa-
skrá hjá Gjögri. Þar af voru 84 heima-
menn. Þetta ár var meiri vinnu að hafa
hjá Gjögri en venjulega. En fyrstu tvo
áratugina voru að jafnaði 25-40 rnanns
úr Grýtubakkahreppi í fastri vinnu hjá
félaginu meirihluta ársins.
Árið 1956 byrjaði Gjögur hf. að verka
fisk í eigin húsnæði í Grindavík. í fyrstu
lögðu einungis Vörður og Von þar upp
en síðan var farið að taka aðkomubáta.
Fólk úr Grýtubakkahreppi þusti suður á
Sjómannablaðið Víkingur - 29