Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 10
þar sem hægt var að losa skipið og gera við það til bráðabirgða. Petta var í des- ember og við vorum í kapp- hlaupi við tímann því þegar kemur fram undir jól verður oftast að loka leiðinni þarna upp eftir vegna frosta. Ef við hefðum lent í því hefði biðin getað orðið nokkrir mánuðir. En við höfðum það af og komumst niður áður en allt fraus fast,” sagði Jón og var greinilega hrifinn af þessum miklu mannvirkjum sem Bandaríkjamenn og Kanada- menn hafa komið sér upp á þessari fallegu leið. WB Ms Ahranes bíður þess ífestum að geta haldið dfram niður St Lawrence fljótið á leið til Atlantshafsins ofan af Vötnunum miklu. og dýpið er 8,2 metrar. Urn þennan stiga fara rúmlega 3.000 skip á ári. Welland-stiginn er gamalt mannvirki því fyrsta útgáfa hans var opnuð fyrir umferð árið 1833. Þá voru þrepin í hon- um 40 og öll af smærri gerðinni. Síðan hefur stiginn verið stækkaður í þrígang, síðast árið 1932 þegar þrepunum var fækkað niður í átta og þau stækkuð verulega. Skipin sigla fyrir eigin vélarafli í gegnum stigann en hvert hólf fyllist eða tæmist á 11 mínútum. Jón sagði að menn hefðu orðið að vera á tánum þegar farið var í gegnum stigann því það gekk löluvert á. „Þeir voru svo fljótir að fylla stigann að við þurftum að hífa inn eða slaka út endunum jafnóð- um. Það þurfti þó ekki alla áhöfnina i það verk svo hluti hennar fór í land og í skoðunarferð að Niagarafossunum með- an skipið var á leiðinni upp stigann en ferðin tók um átta tíma,” sagði Jón. Akranesið fór nokkrar ferðir upp á Vötnin miklu með stál til Chicago en siglingin frá strönd Atlantshafsins tók fjóra daga hvora leið. „Einu sinni lentum við í óhappi þegar skipið strandaði og nokkuð myndarlegt gat kom á siðuna. Það munaði ekki miklu að skipið sykki en okkur tókst að sigla upp í sandfjöru Eins og sjá má á þessari mynd mátti ekki miklu muna að Akranesið sykki þegar þaðfékk væna rifu á botninn ofan við Welland-skurðinn á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Þegar búíð var að bjarga skipinu varð að hafa hraðar hendur við viðgerð svo það lokaðist ekki inni vegna frosta en sjóleiðinfrá Vötnunum miklu til sjávar lokast um nokkurra mánaða skeið á hverjum vetri afþeim sökum. Kórintuskurðurinn I lokin nefndi hann tvo minni skipaskurði sem hann hefur farið um. Annar er mörgum íslenskum sæfarend- um kunnur því það er Kílar- skurðurinn sem liggur frá Elbu í Þýska- landi yfir í Eystrasaltið. Hinn er ekki eins þekktur en hann er í Grikklandi og kenndur við Kórintu. Hann er stuttur, einungis 6,3 km að lengd en styttir leið- ina frá Adríahafi til Aþenu um 400 km við það að skipin sleppa við að fara fyrir Pelopsskaga. „Við fórum stundum um þennan skurð þegar við vorum að flytja saltfisk, fyrst til Feneyja á Ítalíu og svo til Aþenu. Skurð- urinn er níðþröngur, einungis 21 m á breidd, bakkarnir háir og skurðurinn þráðbeinn.” Fyrstu tilraunir til að gera skurð á þessum stað voru gerðar á timum Rómaveldis en sá skurður sem nú er var graf- inn á árunum 1881-1893 undir leiðsögn ungverskra verkfræðinga. Hann er 8 metrar að dýpt og er aðallega notaður af minni flutninga- skipum og skemmtiskipum. Töluverð umferð er um skurðinn því þar fara í gegn yfir 11.000 skip á ári hverju. Við báða enda skurðsins eru brýr sem sökkt er niður á botn þegar skip fara hjá. „Það var skemmtilegt að fara um þennan skurð þó við yrðum að fara okkur hægt vegna þess hversu þröngur hann er. Einu sinni man ég að ég var með fjölskylduna með mér, auk þess sem nokkrir farþegar voru með, og þá var setið úti í góða veðrinu meðan við dóluðum í gegnurn skurðinn með lóðs- inn við stýrið,” sagði Jón G. Magnússon að lokum. 10 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.