Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 27
ur í miklum veltingi. Dúnmjúkar fjaðrir, hár úr ikornaskotti og annað léttmeti, tekst á loft og svífur um salinn. Að sjálf- sögðu þarf helst að vera lognsléttur sjór svo hægt sé að stunda þetta tóm- stundagaman á hafi úti. Roðamaurinn En nú styttist í stangaveiðisumarið 2006. Veiðin hefst í sjóbirtingsám og nokkrum stöðuvötnum 1. apríl. Veiði- rnenn er farið að kitla í fingurna og ekki seinna vænna að hnýta nokkrar skæðar í boxin sín. Klassískar straumflugur fyrir sjóbirtinginn eru Heimasæta, Dentist, Nobblerar, Black Ghost, Flæðarmús og svo mætti áfram telja. Fyrir stöðuvötnin duga oft hefðbundnar flugur á borð við Connemara Black, Peter Ross, Teal & Black og fleiri slíkar. Einnig eru púpurn- ar skæðar, til dæmis Peacock og Phea- sant Tail. Þegar líður á sumarið fara menn að egna fyrir sjóbleikju og langar mig nú að kynna til sögunnar flugu sem var reynd í fyrsta sinn á þeim vettvangi síðasta sum- ar með glæsilegum árangri. Það er hinn svokallaði Roðamaur sem myndlistar- maðurinn Guðmundur Ármann Sigur- jónsson hannaði. Flugan er afar einföld og er hægt að veiða með henni hvort heldur sem er andstreymis eða á hefðbundinn máta með því að kasta skáhallt niður fyrir sig i straumvatni. Ég hef ekki reynt hana í stöðuvatni. Kannski er þetta fyrst og fremst sjóbleikjufluga fyrir straumvatn, enda er alþekkt að sjóbleikjan kýs gjarn- an litríkar flugur, oft með rauðum, app- elsínugulum eða bleikum litbrigðum. Uppskriftin er einföld - eins og vera ber um góðar flugur. Gylltur Grubber-öngull nr. 10-12. Gullkúla, 4 mm, sett upp á öngulinn. Gyllt flatt tinsel vafið um legginn. Blóðrautt Seals Fur döbbað ríkulega um fremri helming öngulsins. Þessi fluga gaf afar vel í Eyjaljarðará, Olafsfjarðará og fleiri norðlenskum sjó- bleikjuám síðasta sumar. Það verður sPennandi að sjá hvort hún verður jafn- gjöful næsta sumar. Því það er jú stund- um þannig með flugurnar að þær virka aðeins skamma stund, kannski eina ver- en síðan ekki söguna meir. Ég hef ins vegar trú á að Roðamaurinn eigi eft- lr að festa sig í sessi í íluguboxum veiði- manna og skora ég á sjómenn að hnýta ■mkkra á hafi úti - það er leikur einn að mýta þessa flugu, jafnvel í veltingi. Saga af Nobbler Annars hefur orðið hröð þróun í veiði- ugnaflórunni á síðustu árum. í grófum c ráttum má segja að fyrir fáeinum ára- iugum hafi menn gjarnan veitt laxinn á Nobblerinn er vinsœl Jluga, bœðifyrir urriða og bleikju. Munið að vaskakeðjurnar fást í bygg- ingavöruverslunum - það er Ijótt að stela! hávandaðar klassískar laxaflugur (sem er á færi afar fárra að hnýta), síðan tóku hárflugurnar við, því næst túpurnar og loks keilutúpurnar. í silungsveiðinni not- uðu menn lengi framan af eingöngu litlar silungaflugur, gjarnan tvíkrækjur, síðan komu straumflugurnar til sögunnar, púp- urnar og kúlupúpurnar. Flóran er rnjög skrautleg um þessar mundir og veiði- rnenn að beita alls kyns furðuílugum. Einn lítill kafli í þróunarsögunni var þegar Nobblerinn kom til skjalanna hér á íslandi en það mun hafa verið upp úr 1980 við Laxá í Mývatnssveit. Þar voru þá á ferð nokkrir félagar úr fluguveiði- félaginu Ármönnum með Kolbein Gríms- son og Stefán B. Hjaltested í broddi fylk- ingar og Stebbi hafði hnýtt þessa undar- legu flugu í miklum mæli áður en haldið var að heiman. Menn göptu þegar þeir sáu Nobblerinn því þetta er sérkennileg loðin straumfluga með tvær kúlur úr vaskakeðju hnýttar ofan á öngulleginn fremst og rninna þær á augu. Veiðin í Laxá hafði verið fremur slök þetta vorið en það var eins og við manninn mælt að um leið og Nobblerinn var settur undir, fóru menn að rótfiska væna urriða. Kolbeinn heitinn sagði mér stundum söguna af því þegar þeir urðu uppi- skroppa með Nobblerinn í þessari ferð og ætluðu að hnýta meira en vantaði vaskakeðjur. Fóru prúðbúnir veiðimenn þá um sveitina, bönkuðu upp á hjá hús- mæðrum og spurðu kurteislega hvort þeir mættu nokkuð nota salernið. Dvald- ist þeim þar um stund og þótti furðu sæta að þegar heimasætur ætluðu að stinga tappa í baðkar eða vaska að kvöldi, þá náði keðjan aldrei alla leið og hafði styst með einhverjum undraverð- um hætti. Varla þarf að útskýra hvernig á þvi stóð en galvaskir veiðimenn örkuðu að ánni daginn eftir með nóg af nýjurn Nobbler- um upp á vasann, undarlegunt loðnum straumflugum með tvær kúlur úr vaska- keðju hnýttar ofan á öngullegginn. A A < Slípar - sagar raspar - sker. RAFVER HF Verkfœrl fyrir alla SKEIFAN 3E-F - 108 REYKJAVIK SÍMI 581 2333/581 2415 RAFVER@RAFVER.IS - WWW.RAFVER.IS Sjómannablaðið Víkingur - 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.