Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 22
Þriðja sœtið \arð Jóns Kr. Friðgeirssonar Jyrir þessa seiðmögnuðu myncJ af tungli og skýjafari.
Dómnefndin kom saman í húsakynnum
dönsku Siglingamálastofnunarinnar í
Kaupmannahöfn og voru dómarar
keppninnar Gitte Thorold og Sven Fogh
sem bæði eru atvinnuljósmyndarar.
Fyrstu verðlaun komu í hlut Danans
Esben Lauritsen sem er skipstjóri hjá
Svitzer dráttabátaútgerðinni. Mynd hans
“Tugpoint” var tekin um borð í dráttar-
bátnum Valkyrien sem var að aðstoða
olíuskip. Verðlaun fyrir fyrsta sæti var
Olympus E-500 stafræn myndavél að
verðmæti 7.000 danskar krónur sem gef-
in var af Walport Skandinavia.
í öðru sæti kom mynd norska yfirvél-
stjórans Helge Larsen en hún sýnir nýja
aðferð við útvörð. Verðlaunin fyrir annað
sæti eru 5.000 norskar krónur sem gefin
eru af fyrirtækinu Shipspost í Noregi.
Þriðja sæti hreppti skipstjórinn á
skólaskipinu George Stage, Karl Zilmer,
og hlaut hann að launum 1.000 sænskar
krónur sem Svensk Sjöfartstidning gaf.
Fjórðu verðlaun komu til íslands og
var það mynd Víðis Benediktssonar skip-
stjóra á Kaldbak EA sem þau hlaut fyrir
mynd sína af smyrli. Fjórðu verðlaun eru
að verðmæti 350 evrur og er það Víking-
urinn sem veitir þau.
í fimmta, og síðasta vinningssætinu,
lenti mynd Svíans David Jönsson. Verð-
launin fyrir 5. sæti eru 300 evrur sem
gefin eru af finnska skipafélaginu Fin-
lines AB.
•
Það leynir sér ekki að sjómenn taka
þátt í þessari keppni ánægjunnar vegna,
verðlaunin freista minna. Þannig hefur
ljósmyndakeppnin, hér heima og sú nor-
ræna, vafalítið ýtt undir ljósmyndaáhuga
sjómanna sem félagar þeirra á sjónum og
við landkrabbarnir njótum svo sannar-
lega góðs af. Sem er þakkarvert.
•
Víðir Benediktsson sló í gegn hjá dóm-
endum í Kaupmannahöfn með myndinni
af smyrlinum. Víkingur heyrði í honum
hljóðið. „Smyrillinn var þreyttur og sett-
ist á akkeriskeðjuna á Kaldbaki. Ég
smellti kastaranum á hann og greyið
fraus. Þannig komst ég svo nálægt hon-
um að ekki munaði nema einhverjum
sentimetrum að ég gæti strokið honum
um bakið. En þá áttaði hann sig, flaug
upp og hélt áfram heim til íslands. Jú,
það er töluvert algengt að farfuglarnir
setjist á skipið til að hvíla sig.” Víkingur
óskar Víði hjartanlega til hamingju með
árangurinn og þakkar sjómönnum nær
og fjær fyrir góða þátttöku í Ljósmynda-
keppni Sjómannablaðsins Víkings 2005.
22 - Sjómannablaðið Víkingur