Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 13
Togarinn Northern Spray strandaður undir Grœnuhlið í ísafjarðardjúpi 23. ohtóber 1963. Varðskipið Óðinn lónar fyrir framan, cn ekki tókst að bjarga togaranum að þessu sinni. Ljósmynd: Sœmundur Ingólfsson ekki. Var þá gripið til þess ráðs að létta skipið. Fiskurinn var fluttur yfir í annan brezkan togara, alls um 750 kits. Einnig var lögð í land rúmlega 130 metra löng olíuleiðsla og olíunni dælt á bíla í fjör- unni, alls um 60 tonnum. Þegar öllu þessu var lokið var kominn minnkandi straumur og tókst því ekki að ná togar- anum strax á flot og var því ákveðið að bíða stækkandi straums. Það tókst loks á aðfangadagsmorgun og hélt togarinn þá áleiðis til Reykjavíkur í fylgd varðskips- ins Ægis og kom þangað á annan jóla- dag. Þar var hann tekinn í slipp áður en hann hélt áleiðis til Englands. 23. október 1963 strandaði Northern Spray aftur og nú undir Grænuhlfð. Það var öllu lakara skipalægi en Norður- tangarifið, og tókst ekki að ná togaranum á flot aftur, en varðskipið Óðinn og brezkur togari björguðu áhöfninni. Keyptir til íslands Að stríðinu loknu keyptu tvö íslenzk útgerðarfélög þrjá „sáputogara". Verzlun 0, Jóhannesson á Vatneyri keypti togar- ana Northem Chief og Northern Reward árið 1947, og hlutu þeir nöfnin Gylfi BA 77 og Vörður BA 142, eins og eldri tog- arar útgerðarinnar. Skipstjórar á þeim voru Gísli Bjarnason og Jóhann Péturs- son, báðir gamalreyndir togaraskipstjór- ar, sem höfðu starfað lengi hjá Vatneyrar- útgerðinni á Patreksfirði. Útgerðarfélag- 10 Alliance hf. í Reykjavík keypti þriðja togarann. Það var Northern Gift, og hlaut hann nafnið Kári RE 195. Við skipstjórn á honum tók Guðm. Helgi Guðmundsson, einnig gamalreyndur tog- araskipstjóri. Togarinn Vörður fórst á leið frá íslandi til Englands 29. janúar 1950. Fórust með honum fimm menn, en togarinn Bjarni Ólafsson bjargaði 14 skipverjum, sem var talið mikið afrek í illviðri og stórsjó. Frásögn af björguninni er í Sjó- mannablaðinu Víkingi 2.-3. tbl. 1950, skráð af Sverri Þórðarsyni, blaðamanni á Morgunblaðinu og Gunnari Proppe, sem var starfsmaður Vatneyrarverzlunar á þessum tíma. Þar segir m.a. frá því, að loftskeytamaðurinn á Verði, Grimur Jónsson, sem síðar var lengi loftskeyta- maður á ísafirði og hjá Landhelgisgæzl- unni og flugumferðarstjóri á ísafirði, hélt uppi sambandi við togarann Bjarna Ólafsson allan tímann meðan á björgun- araðgerðum stóð. Einn skipverja á Verði, Kári Jóhannesson, sagði svo frá: „Loft- skeytamaðurinn, Grímur Jónsson, hafði staðið vörð í klefa sínum, þar til hann •\ •'.'•• —:—¦----------------"~—w,—•*•"'. » J •' r.-r-¦'"-¦ '• ' v--: .' « Flakið afNorthern Spray i marz 1965, hálfu öðru ári eftir að togarinn strandaði undir Grænu- hlíð. Myndin sýnir veí hið mikla eyðingarafl sem býr i sjónum og vetrarveðrum. Ljósmynd: Sæmundur Ingólfsson Sjómannablaðið Víkingur - 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.