Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 24
Skipaskoðun íslands
Víkingur rabbar við Hálfdan Henrysson
Hálfdan Heniysson. Skipaskoðun íslands skoðar skip upp að 400 brúttótonnum en
smœstu bátarnir, sem falla undir þessa skoðunarskyldu, eru 6 metrar að lengd.
Hálfdan Henrysson
heitir maður, dökk-
ur yfirlitum en
brosmildur og glaðvær.
Hann ber það ekki utan
á sér að hafa tekið þátt í
stríðum fyrir íslands
hönd. Það gerði hann
samt og stríddi ítrekað
við Breta á íslandsmið-
um. „Ég var hjá Gæsl-
unni í aldarfjórðung.”
útskýrir Hálfdan og
brosir breitt. „Byrjaði
1960 hjá Eiríki Kristó-
ferssyni skipherra.”
Árið 1986 yfirgaf
Hálfdan Landhelgis-
gæsluna og gekk til liðs
við Siglingamálastofn-
un. Seinna réðst hann
til Slysavarnafélags ís-
lands og þá aftur til
Siglingamálastofnunar,
sem þá hafði gengið í
gegnum nokkrar breyt-
ingar sem endurspegl-
uðust meðal annars í
því að nafn hennar
hafði styst og var orðið
Siglingastofnun.
Nú er Hálfdan fram-
kvæmdastjóri Skipa-
skoðunar íslands sem
hann og sonur hans
Henry eiga til helminga
á móti verkfræðistofunni Hönnun. Og
það er um þetta fyrirtæki með stóra
nafninu, Skipaskoðun fslands, sem Vík-
ingur ætlar að fræðast svolítið.
Einkavæðingin
„Árið 2003 var lögum um eftirlit með
skipum breytt í þá veru að opnuð var
leið til einkavæðingar á skoðun og eftir-
liti með skipum. Áður
hafði Siglingastofnun ís-
lands haft með þetta eftir-
lit nær eingöngu að gera
a.m.k þá þætti sem snéru
beint að öryggi skipa og á-
hafnar. Hluti eftirlits hafði
þá lengi verið hjá viður-
kenndum flokkunarfélög-
um að undanskildu eítirliti
með öryggisbúnaði. Með
reglugerð sem tók gildi í
árslok 2003 var Siglinga-
stofnun heimilað að fela
viðurkenndum faggiltum
skoðunarstofum að hafa
eftirlit með skipum allt að
400 brúttótonnum að
stærð með nokkrum und-
antekningum. I ársbyrjun
2004 var síðan gefin út
reglugerð um starfshætti
faggiltra skoðunarstofa
skipa og búnaðar . Þann
1. mars 2004 færðist eftir-
litið síðan til 4 aðila sem
fengið höfðu starfsleyfi til
bráðabirgða til að hafa eft-
irlit með skipum.
Við tók reynslutími þar
sem markmiðið var að
einkafyrirtæki tækju yfir
þennan verkþátt Siglinga-
stofnunar og fengju fag-
gildingu að loknum
reynslutíma og úttekt Lög-
gildingarstofu að honum loknum. Tómas
Sigurðsson verkfræðingur hafði þá kom-
ið að máli við okkur feðga og kannað
hvort við ættum ekki að skella okkur í
slaginn. Eg lét tilleiðast en þegar Tómas
var ráðinn forstjóri Reyðaráls á Reyðar-
firði neyddist hann til að gefa fyrirtækið
upp á bátinn en ég hélt áfram með syni
mínum og við vorum svo heppnir að fá
til liðs við okkur verkfræðistofuna Hönn-
un hf sem er ein stærsta verkfræðistofa
landsins.
Framkvæmdastjóri Hönnunar, Eyjólfur
Árni Rafnsson verkfræðingur, er jafn-
framt stjórnarformaður Skipaskoðunar
íslands og skrifstofa okkar er í húsi
Hönnunar að Grensásvegi 1 í Reykjavík.
Þessi samvinna hefur verið afar farsæl
og ég hef notið mikils velvilja starfsfólks
Hönnunar. Fyrirtæki okkar hefur vaxið
og hlotið faggildingu, verkefnaukningin
hefur verið töluverð milli ára, en okkur
er það ekkert kappsmál að vaxa af ein-
Barhasuða Guðmundar ehf.
Vesturvör 27 • 200 Kópavogur
Sími: 564 3338 • Fax: 554 4220
GSM: 896 4964 • 898 2773
Kt. 621297 2529
fyrir_______________________
Hitaveitur • Pústkerfi • Vatnslagnir
Olíulagnir • Frystikerfi • Loftlagnir
Viðgerdir og smíði á þenslumúffum
Ryðfríir
stálbarkar
24 - Sjómannablaðið Víkingur