Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 35
í eldhúsinu hjá Friðriki V Framandi sjávarfang Þegar ég var að læra til kokks var oft talað um soðningu og þá átt við fiskmál- tíðir en eins og orðið soðning gefur til kynna lá ekki ýkja mikill frumleiki að baki slíkri matreiðslu. Hráefni eins og skötuselur var ekki notað en hann feng- um við gefins á veitingahúsum í þá daga. I dag er öldin önnur enda lærði ég seinnipartinn á síðustu öld að fiskur og sjávarfang er það sem reynir mest á frumleika matreiðslumanna og annarra sem áhuga hafa á matreiðslu. Fyrir vik- ið er fólk orðið óhrætt við framandi út- ferslur á hverskyns sjávarfangi. Gestir mínir verða til dæmis ekki lengur neitt hissa þótt ég bjóði ígulker, laxahrogn, stórþara, kóngakrabba og beitukóng. Þeir taka því heldur ekki neitt illa þótt ég eldi klassískt hráefni á furðulegan hátt eins og kaffi lax, humarís, bjór- soðna bláskel, nú eða skötuselscarpaccio. Þess vegna finnst ntér við hæfi að gefa hér uppskriftir að hefðbundnu hráefni sem eru útfærðar á framandi hátt svo til verða forréttir sem gestir ykkar hafa áreiðanlega aldrei srnakkað áður. Kaffimarineraður lax Forréttur fyrir 6 til 10 manns 1 laxaflak beinlaust en með roði 1 msk jómfrúar ólífuolía 1 msk fínt salt 1 bolli espresso f dl góðar kaffibaunir 1 stk stjörnuanis 2 stk míni chilli (þurrkað) 1 tsk fennel fræ Aðferð: Leggið laxaflakið á góðan passlega djúpan bakka. Penslið olíunni yfir og stráið saltinu vel yfir þannig að það þekji fiskinn, látið standa í 20 mín. á meðan kaffibaunirnar, ar>isin, fennelfræin og chilliið er malað Vel í matvinnsluvél (blandan á að verða ’n elns og kaffi til uppáhellingar). Ef landan er of gróf þá er gott að sigta ana í gegnum meðal fínt sigti. Penslið laxinn með espresso kaffinu og þekið hann síðan með kaffiblöndunni þannig að ekki sjáist í laxinn. Þá er bakkinn með laxinum filmaður vel og geymdur í kæli í einn og hálfan til tvo sólahringa. Þá er laxinn skolaður í köldu vatni, þerraður og borinn frarn í þunnum sneiðum eins og grafinn lax með sýrðum rjóma og salati. Einnig nrá elda kaffilax- inn í 8 til 10 mín. i 160° c heiturn ofni og bera hann fram sem aðalrétt. Skötuselsþynnur með sítrónuolíu og klettasalati „að hætti FRIÐRIKS V“ Forréttur fyrir 4 manns 160 gr skötuselur beinlaus og hreinsaður 1 poki klettasalat 40 gr parmesan 4 msk safi úr sítrónu 1 msk fínt rifinn börkur af sítrónu 1/2 msk hunang 4 msk ólífuolía 4 bátar af sítrónu maldon salt og nýmalaður svartur pipar sæt soyasósa Skötuselurinn er skorinn í þunnar sneiðar og raðað á disk . Safinn úr sítrónunni, börkurinn, hun- angið og ólífuolían, allt er þetta hrært saman þannig að það blandist vel. Bleyt- ið fiskinn rækilega í blöndunni og kryddið með salti og pipar. Skolið kletta- salatið vel og veltið upp úr safablönd- unni áður en það er sett yfir fiskinn og osturinn rifinn yfir. Borið fram með sítrónubátunum og soyasósunni. Bláskel í bjór og sjó Forréttur fyrir 4 1 kg bláskel 1/2 laukur 2 hvítlauksrif 1 dl söxuð steinselja 1 stór bjór 1/2 1 sjór (má vera vatn eða fisksoð) 1 msk smjör Sjávarsalt Salt og pipar Aðferð: Saxið laukinn. Mýkið hann síðan, og hvítlaukinn, í smjörinu í djúpum potti. Setjið bláskel útí og látið krauma í smá- stund. Þá er steinseljan, bjórinn og sjór- inn sett útí. Smakkið til með salti og pip- ar. Soðið þar til skelin hefur galopnað sig. Borið fram með nýbökuðu brauði, sítrónubátum og hluta af soðinu. HB GRANDI Sjómannablaðið Víkingur - 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.