Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 4
Arans ÁRAMÓTIN GUNNLAUGUR BJÖRNSSON Nú líður senn að aldamótum. Raunar er alllangt síðan bera tók á því að áramótin 1999/2000 væru kölluð aldamót. Hvers vegna það gerðist er erfitt að segja, senni- lega er það að hluta endurtekning á umræðu sem fram fór síðustu árin fyrir síðustu aldamót. Umræðan hefur þó verið meira áberandi nú, sér í lagi vegna yfirgripsmeiri fjölmiðlunar en þá þekktist og auðveldari aðgangs allra að fjölmiðlum. Hefur enda hver sjálfskipaður spekingurinn á eftir öðrum komið með „sína“ útgáfu af tímatali og áratali til rökstuðnings því að aldamótin séu nú um áramótin - eða þá þau næstu. Ómældum dálksentímetrum dagblaða hefur verið varið í þessa umræðu og örugglega má mæla samanlagðan útsendingartíma Ijós- vakamiðla í vikum þar sem fjallað er um aldamótin. Oft hefur umræðan verið fróðleg en oftar beinlínis leiðinleg. Menn hafa lýst skoðun sinni, fegurð sumra talna umfram aðrar og allmargir hafa lagt mikla vinnu í að kenna hver öðrum að telja upp að tíu. Hver með sínum hætti náttúrlega. 1 fjölmiðlum. Sennilega hafa þeir verið í meirihluta sem telja að aldamótin verði um þessi áramót. Að minnsta kosti hafa rnargir komist á þá skoðun. Allt þetta ár hafa síðustu atburðir aldarinnar verið auglýstir. Síðasta þjóðhátíð aldarinnar í Eyjum. Síðustu tónleikar aldarinnar. Síðasta þetta og síðasta hitt. Ég kvíði eiginlega mjög viðburðasnauðu loka- ári aldarinnar árið 2000. Nú vill bara svo óheppilega til að aldamótin eru ekki þegar mér finnst að þau eigi að vera. Og heldur ekki þegar ein- hverjum öðrum finnst að þau eigi að vera. Aldamótin verða þegar hundrað ár eru liðin frá síðustu aldamótum. Einfaldara getur þetta ekki verið. Hvorki ég né nokkur annar sjálfskipaður spekingur um þessa hluti hefur nokkuð um það að segja. Tímatal okkar á rætur í margra alda hefðum sem við fáum með engu móti breytt núna, alveg sama hvaða skoðun við höfum á tímatali eða hvað „fegurðarskyn" okkar leggur til mál- anna. Við erum líklega bara svo „óheppin" að lifa árþúsundamót og augljóslega finnst mörgum það eillhvað merkilegra en önnur tímamót. Ég fæ þó ekki betur séð en að áramótin, og aldamótin að ári liðnu, verði með sama sniði og öll önnur. Ég merki það hvorki á lægðagangi né flugi fugla að eitthvað óvænt sé í nánd. Mér sýnist líka skammdegið ætla að verða svipað og um öll önnur áramót. Líklega gerist ekkert verra núna en það að menn fagni aldamótunum ári of snemma. Að afmælisveislan verði um garð gengin þegar afmælisbarnið mætir til fagnaðarins. Það er svo sem ekki stór skaði. Afmælisbarnið mun aldrei taka eftir því hvort sem er. Áramót eru sem sagt framundan. Árið 1999 kveður og árið 2000 tekur við. Síðasta ár tuttugustu aldarinnar samkvæmt því tímatali sem þróast hefur með mannkyninu í meira en þúsund ár. Því fá hvorki skoðanir manna né fegurðarskyn breytt. Gleðilegt ár. 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.