Náttúrufræðingurinn - 01.03.2000, Blaðsíða 61
Fléttuflóra Norðurlanda
l.bindi
Nordic Lichen Flora, Vol. 1, Calicioid li-
chens and fungi (Fléttuflóra Norðurlanda,
1. bindi).
Ritstjórar: Teuvo Ahti, Per Magnus
J0rgensen, Hörður Kristinsson, Roland
Moberg, Ulrik S0chting og Göran Thor.
Norræna fléttufræðifélagið 1999, 94
blaðsíður.
Fléttur eru sambýli svepps og græn- eða
bláþörungs. Sveppurinn skýlir þörungnum
og ver hann uppþornun og of sterkri
sólargeislun en fær að launum stærstan
hluta kolvetnisframleiðslu þörungsins.
Þetta er oft nefnt sem dæmi um samhjálp þar
sem báðar lífverurnar hafa hag af sambýlinu,
NORDIC LICHEN FLORA
\ulumr I
littitxluclt>r> p*rt*
Calkfctid Ikhen* and (Unci
en á síðari árum hafa margir frekar viljað lýsa
sambandinu sem „þrælahaldi", þar sem
sveppurinn nær tangarhaldi á viðkomandi
þörungi sem hann nýtir sér til vaxtar og
viðhalds. Hvað sem skilgreiningu á
sambandi fléttuhlutanna líður er það víst að
án sambýlisins ætti þörungurinn erfitt með
að þrífast á mörgum þeim stöðum þar sem
fléttur eru algengar. Fléttur eiga erfitt
uppdráttar í beinni samkeppni við plöntur
og mosa, en þær eru þeim mun þrautseigari
við erfið skilyrði. Því er ekki að undra þótt
fléttur séu algengar á íslandi og varla finnst
sá steinn sem ekki hefur nokkrar tegundir
fléttna í ábúð. Á stærri hnullungum má
jafnvel finna tugi ólíkra tegunda. Einnig
vaxa fléttur á trjám, á dauðum viði, á mosa og
á jarðvegi, bæði sem frumherjar á ógrónu
landi og á grónu landi.
Fléttuflóra íslands telur um 660 tegundir
og stór hluti þeirra eru svonefndar
hrúðurfléttur en þal þeirra myndar hrúður
eða skán og vaxa þær oft á klöppum og
steinum. Sá fróðleikur sem aðgengilegur er
íslenskum almenningi um fléttur er hins
vegar allur um blað- og runnfléttur, en þrátt
fyrir að fléttur hafi frá fornu fari venð
flokkaðar eftir ytra útliti þá gefur það í
mörgum tilfellum litla vísbendingu um
skyldleika tegundanna. Hörður Kristinsson
hefur ritað nokkrar greinar á íslensku um
íslenskar blað- og runnfléttur. Nývenð
birtist í Náttúrufræðingnum grein eftir hann
um króka og kræður. Hann hefur einnig
skrifað greiningarlykil yfir íslenskar blað- og
runnfléttur sem hefur dreifst allnokkuð sem
ljósrit. Svipaða sögu er að segja um
ástandið annars staðar á Norðurlöndum.
Blað- og runnfléttur eru allvel þekktar og eru
til ágætis flórur yfir þær bæði frá Noregi
(Lavflora eftir Krog, 0sthagen og
T0nsberg) og Svíþjóð (Lavar eftir Moberg
og Holmásen), en hrúðurflétturnar eru
minna þekktar þótt vissulega sé til flóra yfir
sænskar hrúðurfléttur (Svensk skorplavs-
floraeftirFoucard).
Saga flétturannsókna er gömul á
Norðurlöndum og rekur upphaf sitt til Carls
von Linné (1707-1778) en faðir fléttu-
fræðinnar, Erik Acharius (1757-1819), var
einn lærisveina hans og skrifaði mikið um
skandinavískar fléttur. Hins vegar hefur
verið lítið um samræmdar aðgerðir til að gefa
út fléttuflóru sem næði til allra tegunda. Th.
M. Fries (1832-1913), sem skrifaði
Lichenographia scandinavica á áttunda
125