Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 10
3. mynd. Glómosi með tveimur gróhirslustilkum en án bauka. - Hookeria lucens with two fruit-stalks without capsules. Ljósm./photo A.H.B. eins og í flestum hraunum, er allur gróður með öðrum svip en annars staðar í hrauninu. Lægðin var ekki mæld nákvæmlega, en giska má á að hún sé 6-8 metra djúp miðað við hraunbrún brunans en nokkru lægri sé miðað við brún aðalhraunsins; breiddin er um 15-20 metrar og um lengdina er örðugt að segja, því að skilin eru ekki ýkja skörp, en má þó áætla allnokkra tugi metra. Víða kemur upp hiti neðst í lægðinni og sums staðar við jaðra hennar, jafnvel í brunanum. Það var ekki hlaupið að því að kanna vandlega uppstreymi hita nema eiga á hættu að traðka niður vöxtulegar plöntur, og því var það að mestu látið ógert. Sumarið 1977 mældi Haukur Jóhannesson (munnl. uppl.) 42°C í gjótu og fann kalkútfellingar á tveimur stöðum. Hið fyrsta sem athygli vekur, þegar komið er í lægðina, er gróskan yfir gróðrinum. Burknar og blómjurtir setja sterkan svip á umhverfið, en birkikjarr, loðvíðir og reyni- viður tróna þar yfir. Allt eru þetta tegundir sem eru vel þekktar í hraunum, en það er sjaldan sem þær eru jafn þroskalegar (2. mynd). Af burknum eru þessar tegundir helstar: stóriburkni (Dryopteris filix-mas), fjöllaufungur (Atliyrium filix-femina) og skollakambur (Blechnum spicant). Þá var það ekki síður annað sem vakti eftirtekt. I stað mosaþembu, sem er tíðust í hraunum sunnanlands og vestan, voru þarna komnar allt aðrar tegundir, sem settu sérkennilegt yfirbragð á hraunið þar sem einhver hiti streymdi upp. Það sem síðan vakti enn meiri undrun var að í gjótum óx mosategund sem áður var óþekkt hér á landi (3. mynd). ■ GLÓMOSI Hér er um tegundina Hookeria lucens (Hedw.) Sm. að ræða (4. mynd). Mosa- plönturnar eru í meðallagi stórar, lítt eða óreglulega greinóttar, gljáandi, föl- eða ljós- blágrænar; þær eru jarðlægar og vaxa oftast í litlum breiðum. Flest blöð standa út frá 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.