Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 10

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 10
3. mynd. Glómosi með tveimur gróhirslustilkum en án bauka. - Hookeria lucens with two fruit-stalks without capsules. Ljósm./photo A.H.B. eins og í flestum hraunum, er allur gróður með öðrum svip en annars staðar í hrauninu. Lægðin var ekki mæld nákvæmlega, en giska má á að hún sé 6-8 metra djúp miðað við hraunbrún brunans en nokkru lægri sé miðað við brún aðalhraunsins; breiddin er um 15-20 metrar og um lengdina er örðugt að segja, því að skilin eru ekki ýkja skörp, en má þó áætla allnokkra tugi metra. Víða kemur upp hiti neðst í lægðinni og sums staðar við jaðra hennar, jafnvel í brunanum. Það var ekki hlaupið að því að kanna vandlega uppstreymi hita nema eiga á hættu að traðka niður vöxtulegar plöntur, og því var það að mestu látið ógert. Sumarið 1977 mældi Haukur Jóhannesson (munnl. uppl.) 42°C í gjótu og fann kalkútfellingar á tveimur stöðum. Hið fyrsta sem athygli vekur, þegar komið er í lægðina, er gróskan yfir gróðrinum. Burknar og blómjurtir setja sterkan svip á umhverfið, en birkikjarr, loðvíðir og reyni- viður tróna þar yfir. Allt eru þetta tegundir sem eru vel þekktar í hraunum, en það er sjaldan sem þær eru jafn þroskalegar (2. mynd). Af burknum eru þessar tegundir helstar: stóriburkni (Dryopteris filix-mas), fjöllaufungur (Atliyrium filix-femina) og skollakambur (Blechnum spicant). Þá var það ekki síður annað sem vakti eftirtekt. I stað mosaþembu, sem er tíðust í hraunum sunnanlands og vestan, voru þarna komnar allt aðrar tegundir, sem settu sérkennilegt yfirbragð á hraunið þar sem einhver hiti streymdi upp. Það sem síðan vakti enn meiri undrun var að í gjótum óx mosategund sem áður var óþekkt hér á landi (3. mynd). ■ GLÓMOSI Hér er um tegundina Hookeria lucens (Hedw.) Sm. að ræða (4. mynd). Mosa- plönturnar eru í meðallagi stórar, lítt eða óreglulega greinóttar, gljáandi, föl- eða ljós- blágrænar; þær eru jarðlægar og vaxa oftast í litlum breiðum. Flest blöð standa út frá 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.