Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 32
Á NÆSTUNNl L. ^ Nokkur fjöldi greina bíður nú birtingar í Náttúrufrœðingnum. í framhaldi af breyttum áherslum í efnisvali berst tímaritinu nú sífellt meira af alþýðlegu efni en því er ekki að leyna að nokkur hörgull er á stuttum pistlum. Hér verður tœpt á efni nokkurra þeirra greina sem birtast munu í næstu heftum. Refirá Hornströndum Refir hafa verið alfriðaðir í Hornstranda- friðlandi frá 1. júlí 1994. Nú eru þekkt 172 greni í friðlandinu og voru 170 þeirra heim- sótt sumarið 1999. Það var hópur undir forystu Páls Hersteinssonar prófessors sem fór á Hornstrandir 1998 og 1999, þau Ester Rut Unnsteinsdóttir, Anna Heiða Olafs- dóttir, Hólmfríður Sigþórsdóttir, Þorleifur Eiríksson og Þorvaldur Björnsson. Þau skýra frá niðurstöðum sínum um Greni í ábúð og flutning refa út úr friðlandinu í næsta hefti Náttúrufræðingsins. Skir eyðimerkurinnar í þessu hefti lýkur samantekt Örnólfs Thor- lacius um Þróun tegundanna, en hann heldur áfram að fræða lesendur Náttúru- fræðingsins eins og hans er von og vísa. I næsta hefti fræðumst við um úlfaldann og ættingja hans, lamadýrin en af úlfaldaætt eru nú uppi sex tegundir dýra, fjórar í S- Ameríku og tvær í Gamla heiminum. Örnólfur fjallar um líkamsgerð dýranna og lífshætti og um aðlögun úlfaldans að þurrki og hitasveiflum. Sædýr í Rauðamel Feðginin Ólöf E. Leifsdóttir og Leifur A. Símonarson hafa rannsakað setmyndanir í Rauðamel á Reykjanesskaga og skýra í næsta Náttúrufræðingi frá fundi sædýra þar, m.a. hrúðurkarla, samlokuskelkja og snigil- svamps. Telja þau að fánan hafi lil'að í sjó með svipaðan sjávarhiga og nú er við Norðurland og Austfirði. VÖKTUN SjÓFUGLA Dílaskarfur er eina sjófuglategundin á Islandi sent er vöktuð í öllum byggðum. Ágætar upplýsingar eru lil um súlustofn- inn en aðrar tegundir sjófugla eru aðeins vaktaðar að hluta. Um sumar sjófugla- tegundir gildir að ekki er búið að skrá hvar allar byggðir þeirra eru í landinu. Um Vöktun sjófugla skrifar Ævar Petersen í Náttúrufræðinginn og setur fram tillögur um skipulega vöktun 23ja tegunda ís- lenskra sjófugla Hvalir í Akrafjalli Það þótti sæta nokkrum tíðindum þegar hvalbein fundust í Akrafjalli 5. júní 1997 í um 80 metra hæð yfir sjó. Þetta eru þó ekki einu leifar sjávarspendýra sem fundist hafa í íslenskum jarðlögunt og bera vott um að fyrr á tímum var afstaða láðs og lagar allt önnur en nú er. Beinafundur sem þessi varpar ljósi á þær umhverfisbreytingar sem urðu í lok íslandar þegar jökla leysti af landinu og það reis úr sæ. Um Aldur hval- beina og efstu fjörumörk í Akrafjalli rita þau Brynhildur Magnúsdótlir og Hregg- viður Norðdahl í Náttúrufræðinginn. 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.