Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 20
Almanaks Háskólans árið 1991. Við útreikn- ingana voru notaðir stuðlar Sjómælinga Islands, að vísu nokkru færri en notaðir höfðu verið við útreikningana í Bretlandi (sjá neðar). Um svipað leyti tóku Sjó- mælingar íslands þetta sama forrit í notkun og fóru þá að birta spár fyrir fleiri staði en Reykjavík. Þær spár byggðust m.a. á athugunum sem Vita- og hafnarmálaskrif- stofan hafði gert úti um land. Þótt forrit Wallners væri notað við töflugerðina var stuðst við bresku útreikningana að nokkru leyti fram til ársins 1994. Síðan hafa töflur Sjómælinganna alfarið verið reiknaðar með forriti Wallners. ■ forrit ólafs GUÐMUNDSSONAR Arið 1991 samdi Olafur Guðmundsson, jarð- eðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Há- skólans, nýtt sjávarfallaforrit fyrir Sjómælingar Islands og Almanak Háskólans í sameiningu. Við gerð forritsins studdist Ólafur við mæl- ingar Sjómælinga Islands í Reykjavíkurhöfn árin 1956-1989, þ.e. mælingar 34 ára. Eftir ítarlegar prófanir og nokkrar minni háttar breytingar, sem Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur aðstoðaði við, var forrit Ólafs tekið í notkun við sjávarfallareikninga Almanaks Háskólans árið 1996. Þeir sveilluþættir í sjávarföllum sem teknir eru með í sjávarfallaspár geta verið allt að 100 talsins. Við útreikninga fyrir Reykjavík notaði breska sjávarfallastofnunin 41 sveifluþátt af 61 sem fengist hafði úr mæl- ingum Sjómælinga Islands. Við útreikninga fyrir Almanak Háskólans með forriti Wallners voru nýttir 28 þættir af 37 mögulegum í því forriti. Forrit Ólafs Guð- mundssonar tekur tillit til 66 þátta sem hann reiknaði fyrir Reykjavík. Fjöldi sveifluþátta skiptir þó ekki höfuðmáli heldur það hversu nákvæmlega þeir veigamestu eru ákvarð- aðir. Utreikningar Ólafs hafa það fram yfir fyrri útreikninga að þeir styðjast við lengra tímabil mælinga á sjávarföllum í Reykja- víkurhöfn. ■ SPÁR OG SjÁVARHÆÐ Fyrir nokkru gerði höfundur samanburð á sjávarfallaspám og raunverulegri sjávarhæð í Reykjavík eins og hún mældist á sírita Sjó- mælinga Islands. Samanburðurinn tók til tveggja ára, 1993 og 1995. Prófaðar voru spár Sjómælinganna og einnig forrit Ólafs Guð- mundssonar. Töflur Sjómælinganna voru reiknaðar í Bretlandi fyrra árið en með forriti Wallners seinna árið. Niðurstöðumar af þessum samanburði voru mjög svipaðar bæði árin. Fyrir þá sem hafa áhuga á tölfræðilegum fróðleik má setja þær fram á eftirfarandi hátt: Tímatölur meðalfrávik mfn. staðalfrávik mín. Háflóð: TöflurS.Í. 1993 0,5 13,1 Forrit Ó.G. 1993 0,0 12,8 TöflurS.Í. 1995 -1,9 14,4 Foirit Ó.G. 1995 -1,9 13,7 Háfjara: Töflur S.I. 1993 0,1 12,4 Forrit Ó.G. 1993 -0,6 12,4 TöflurS.Í. 1995 -0,6 12,9 Foirit Ó.G. 1995 -1,1 12,2 Hæðartölur meðalfrávik cm staðalfrávik cm Háflóð: TöflurS.Í. 1993 4 19 Forrit Ó.G. 1993 2 15 Töflur S.í. 1995 5 19 Forrit Ó.G. 1995 2 15 Háfjara: TöflurS.I. 1993 -1 20 Forrit Ó.G. 1993 -5 17 Töflur S.í. 1995 -1 20 ForritÓ.G. 1995 -5 16 Meðalfrávikið er alls staðar smávægilegt, en þegar litið er á dreifinguna hefur forrit Ólafs vinninginn þótt munurinn sé ekki ýkja mikill. Munurinn sést betur ef dreifingin er sett upp sem punktarit. Meðfylgjandi myndir sýna frávik mælinga frá flóðaspám ársins 1995. Samsvarandi myndirfyrir 1993 eru mjög svipaðar og því ekki sýndar hér. Sama er að segja um spár fyrir háfjöru; 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.