Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.03.2000, Blaðsíða 58

Náttúrufræðingurinn - 01.03.2000, Blaðsíða 58
28. mynd. Sir Frecl Hoyle. (Encyclopædia Britannica.) ÞllÓUN LÍFS í GEIMNUM Sænskur efnafræðingur, Svante Arrhenius (1859-1927), gat sér þess til að lífið væri hingað komið utan úr geimnum með bakteríum sem þrýstingur ljóssins flytti áfram. Kenning hans dró ekki að sér marga fylgismenn. Síðar, eftir að menn fóru að velta fyrir sér skýringum á uppruna lífs á jörðinni, beindist athyglin aftur að henni í breyttri mynd. Þótt fylgismennirnir séu ekki margir nú fremur en áður eru í þeirra hópi virtir vísindamenn. Sumir fræðimenn telja að aldur jarðar sé ekki nógu langur til þess að lífið geti hafa kviknað hér og þróast. Þeir leiða stærð- fræðileg rök að því að allar stökkbreyting- arnar, sem eru forsenda þeirrar fjölbreytni lífsins sem við okkur blasir, geti ekki hafa gerst á þeim tíma sem jarðfræðin skammtar jörðinni. Aðrir vísindamenn, og raunar mun fleiri, telja að jörðin sé nógu gömul til þess að saga lífsins geti öll hafa gerst hér. (Sjá til dæmis Dawkins 1985.) I fyrri hópnum eru Francis Crick (f. 1916), enskur líffræðingur sem tók þátt í að ákvarða sameindagerð erfðaefnisins DNA, og Sir Fred Hoyle (f. 1915), virtur enskur stjarn- fræðingur (28. mynd). Báðir halda því fram að Iífið hafi borist til jarðar utan úr geimnum. Hoyle hefur ásamt öðrum stjarnfræðingi, Indverjanum Chandra Wickramasinghe, sett fram ítarlega kenningu um þetta efni. (Sjá Hoyle og Wickramasinghe 1993.) Þeir telja að þróun lífs á jörðinni taki aðeins til aðgreiningar á skyldum tegundum; hráefnið hafi borist til jarðar sem veirur, bakteríur og frosin egg fjölfrumunga. Ný lífsform berist á þennan hátt annað veifið utan úr geimnum. Fáir líffræðingar hafa samt Iátið sannfærast af skrifum þeirra. ¦ ÞROUNARKENNINGUNNI HAFNAÐ Langflestir líffræðingar - og raunar flestir hugsandi og menntaðir menn - gera ráð fyrir því að lífið hafi þróast, þótt ágreiningur sé um skýringu á einstökum atriðum9. Á síðari árum gætir andstöðu við þróunarkenning- una nær eingöngu hjá minnihluta þeirra manna sem hallast að trúarlegri lúlkun á uppruna og eðli heimsins. Eftir að páfinn gaf fylgismönnum rómversku kirkjunnar sjálf- dæmi um afstöðu til þróunarkenningarinnar erengin af megindeildum kristinnarkirkju á móti henni. „Sköpunarvísindi" Kristnir bókstafstrúarmenn hafa samt Iöngum baristgegn þróunarkenningunni. Á þessari öld hafa umsvif þeirra verið mest áberandi í Bandarfkjunum. Framan af reyndu þeir að koma í veg fyrir að þróunarkenningin væri kennd í skólum vegna þess að hún væri óguðleg. í frægum réttarhöldum 1925 var kennari í framhaldsskóla í Dayton í Tennes- see lögsóttur fyrir að halda þróunar- kenningunni að nemendum sínum. Kenn- arinn var sekur fundinn og dæmdur til sektargreiðslu. Áfrýjunardómstóll felldi 9 Skoðanakannanir benda samt lil þess að nærri helmingur almennings í Bandaríkjunum telji að drottinn haí'i skapað manninn einhvern tfma á síðustu tíu þúsund árum. (Yam o.fl. 1997.) 122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.