Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.03.2000, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 01.03.2000, Blaðsíða 51
21. mynd. Tvö litarafbrigði piparfetara, Biston betularia. (Chinery, Michael 1976. A Field Guide to the Insects ofBritain and Northern Europe. Collins, London.) Þekkt eru mörg dæmi um verulegar og markvissar breytingar á hlutföllum gena þegar lífsskilyrði breytast: Notkun á sýklalyfjum á borð við penisillín kallar fram stofna af sjúkdómsbakteríum sem þola lyfin. Skordýr sem ákveðin eiturefni, til dæmis DDT, vinna ekki á breiðast líka út fljótlega eftir að farið er að nota þessi efni til að halda dýrunum í skefjum. Hér er ekki um það að ræða að lyfin eða eiturefnin valdi arfgengum breytingum á bakteríunum eða dýrunum. Þessi efni trufla ákveðin ferli í efnaskiptum lífveranna, og í stofnum þeirra eru afbrigði sem sum truflast meir en önnur. Þegar beitt er lyfi eða öðru eitri eyðast þau afbrigði lífvera sem verst þola efnið. Genin sem ráða auknu þoli safnast svo fyrir í stofnunum sem Iifa af og smám saman verða til lífverur með meira þol en nokkrir einstaklingar höfðu áður en farið var að beita eitrinu. Piparfetari, Biston hetularia, heitir nátt- fiðrildi sem þrífst víða í Evrópu. Venjulegt form dýrsins er ljóst með dökkum flikrum en einnig þekkist dökkt afbrigði (21. mynd). Á daginn halda fiðrildin að mestu kyrru fyrir, oft á greinum og bolum trjáa þar sem ljósu fiðrildin leynast vel, en hin dökku skera sig meir úr umhverfinu og verða fugl- um fremur að bráð en hin ljósu (22. mynd til vinstri). Með iðnbyltingunni á 19. öld urðu víða á Bretlandi - og raunar víðar - breytingar á umhverfi fiðrildanna. Næst kolaofnum iðn- aðarborganna lagðist sót yfir allt auk þess sem brennisteinsoxíð í lofti, til komin við bruna kolanna, eyddu fléttum (skófum) af trjánum og börkurinn sem við það kom í ljós var víða dekkri. Brá nú svo við, þar sem iðnaðarmengun var mest, að ljósu fiðrildin urðu fuglunum auðveldari bráð (22. mynd til hægri). Á iðnaðarsvæðum á Bretlandi er dökka af- brigðið nú í miklum meirihluta en til sveita halda ljósu fiðrildin hlut sínum að mestu. Bandarískir fuglafræðingar hafa síðan 22. mynd. Til vinstri: Glóbrystingur finnur dökkan piparfetara á Ijósum trjástofni til sveita í Dorset á Bretlandi. Til hœgri: Hér hefur garðaskotta nœlt sér í Ijósan piparfetara á sótmenguðum trjástofni nœrri Birmitigham. (de Beer 1970/ljósm. N. Tinbergen.) 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.