Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 9
2. mynd. Gróskumikill gróður í Þjófhellisrjóðri í Eldborgarhrauni. - Luxuriant vegetation
in a depression with favourable conditions in Þjófhellisrjóður, in tlie lava field
Eldborgarhraun. Ljósm./photo A.H.B. (ló.júlí 1999).
hraunbreiðuna af Eldborg, að svartur og
úfinn bruni teygir sig til norðurs, vesturs og
suðurs frá borginni, og stingur í stúf við
meginbreiðuna, slétta og víðast vel gróna.
Meginröksemdir Jóhannesar fyrir því að
hraunin séu tvö, voru: 1) Sýnilegur greinar-
munur er á gróðri hrauna og 2) segulstefnan
er ólík í þeim. Að auki benti hann á að bergið
í hraununum væri mismunandi - það þurfi
ekki skilyrðislaust að tákna aldursmun
þeirra en sé síður en svo til marks um að ekki
sé aldursmunur á þeim.
Haukur Jóhannesson (1978) er hins vegar
á annarri skoðun og telur að ekkert bendi til
þess að Eldborgarhraun hafi myndast í
tveimur gosum, heldur sé sennilegra að það
sé allt runnið í einu og sama gosinu fyrir
5000-9000 árum. Meginröksemdir Hauks
eru: 1) Þar sem bruninn er apalhraun en hinn
hluti hraunsins („eldra hraunið") hellu-
hraun, er ekki hægt að draga neinar ályktanir
af mismunandi gróðri. 2) Segulstefna í
sögulegum hraunum er mjög breytileg og
ekki er unnt að nota slíkar segulmælingar í
þeim tilgangi sem Jóhannes vitnar til. 3)
Munur á bergi milli hraunanna er ekki eins
mikill og Jóhannes vill vera láta. - A hinn
bóginn bendir Haukur á að sennilega hafi
sögnin upphaflega átt við Rauðhálsa og
Rauðhálsahraun, en færst yfir á Eldborg og
Eldborgarhraun.
■ ÞJÓFHELLISRJÓÐUR
En svo aftur sé vikið að tilgangi ferðar, er
þess að geta að jarðhitastaðurinn er í
svonefndu Þjófhellisrjóðri (1. mynd). Að
baki nafninu er saga sem verður ekki rakin
hér (sjá meðal annars Jón Árnason 1956:
íslenzkar þjóðsögur og ævintýri: Smalarnir
frá Snorrastöðum, IV: 160). Norðaustast í
þessu rjóðri er hraunbrún brunans og undir
henni er lægð. I lægðinni, sent er misdjúp
71