Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 23
SVERÐKETTIR Hciustið 1996 var höfundur þessarar greinar í jarðfrœðileiðangri á vegum Kaupmannahafnarháskóla á grísku eyjunni Ródos, en stundaðar hafa verið jarðfrœðirannsóknir þar í um 25 ár. Þar rakst hann á rándýrstönn (1. mynd) og með tilliti til stærðar- innar kom sverðköttur fljótlega upp í hugann. Líkt og grameðlan (Tyranosaurus rex) meðal risaeðlanna hafa sverðkettir verið taldir meðal _________ áhugaverðustu spendýra sem uppi hafa verið. Þeir eru einnig meðal best þekktu dýra frá pleistósentímabilinu, þar sem mörg hafa fundist í tjörupyttum Los Angeles. Beinagrindur þessara amerísku kattardýra, sem flest tilheyra ættkvíslinni Smilodon, eru sérlega vel varðveittar (2. mynd). Fundist hafa bein úr a.m.k. 2500 einstaklingum sem spanna um 25 þúsund ára tímabil, allt til daga mannsins í N- Ameríku. Sverðtennur fyrirfinnast ekki aðeins rneðal kattardýra (Felidae) heldur einnig hjá öðrum rándýrum, t.d. hjá forföður spendýra frá trías (~ 200-225 milljón ár), skriðdýrinu Cynodonta, og sverðtennta pokadýrinu Thylacosmilus er lifði í S-Ameríku á plíósen. Bjarni Richíer (f. 1965) lauk B.S.-prófi í jarðfræði frá Háskóla íslands 1995 og cand.scient.-prófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1998. Bjarni hefur starfað á jarðfræðideild rannsóknarsviðs Orku- stofnunar frá 1998. Þróun sverðtanna meðal nokkurra kattar- dýra á nýlífsöld (tertíer, ~ 2-65 milljón ár) er að öllum líkindum tilkomin vegna sér- hæfingar þeirra í að leggja að velli stærri og stærri bráð, svo sem mammúta, nashyminga og aðrar stórvaxnar skepnur. Á mið- og síð- tertíer var mikið um stórvaxnar jurtaætur, sem margar hverjar voru mun stærri en nú- lifandi ættingjar þeirra (Kurtén og Anderson 1980). í mörg ár hafa verið uppi deilur um tilgang sverðtannanna og hvernig kattar- dýrin beittu þeirn. Flestir fræðimenn telja að hinar risastóru vígtennur hafi fyrst og fremst verið notaðar sem vopn sem gerðu þessum rándýrum kleift að leggja að velli stóra bráð án þess að skaðast sjálf alvarlega eða hljóta bana af. Sumir hafa haldið því fram að sverðkettir hafi aðeins verið hræ- ætur og beitt tönnunum í þeirn tilgangi einurn að hluta í sundur hræ (Gingerich 1977). Einnig hefur sú kenning verið sett fram að tennurnar hafi eingöngu haft félagslegan tilgang meðal einstaklinga hópsins. ■ SVERÐKÖTTUR Á RÓDOS Tönnin sem áður er getið fannst í svo- kallaðri Apolakkia-myndun við suð- vesturströnd Ródos (3. mynd). Þetta eru reglubundin setlög og skiptast á leirlög með litlu og mikiu lífrænu innihaldi. Sand- og malarlinsur finnast einnig (Meulenkamp o.fl. 1972). Nattúrufræðingurinn 69 (2), bls. 85-93, 2000. 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.