Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 23
SVERÐKETTIR Hciustið 1996 var höfundur þessarar greinar í jarðfrœðileiðangri á vegum Kaupmannahafnarháskóla á grísku eyjunni Ródos, en stundaðar hafa verið jarðfrœðirannsóknir þar í um 25 ár. Þar rakst hann á rándýrstönn (1. mynd) og með tilliti til stærðar- innar kom sverðköttur fljótlega upp í hugann. Líkt og grameðlan (Tyranosaurus rex) meðal risaeðlanna hafa sverðkettir verið taldir meðal _________ áhugaverðustu spendýra sem uppi hafa verið. Þeir eru einnig meðal best þekktu dýra frá pleistósentímabilinu, þar sem mörg hafa fundist í tjörupyttum Los Angeles. Beinagrindur þessara amerísku kattardýra, sem flest tilheyra ættkvíslinni Smilodon, eru sérlega vel varðveittar (2. mynd). Fundist hafa bein úr a.m.k. 2500 einstaklingum sem spanna um 25 þúsund ára tímabil, allt til daga mannsins í N- Ameríku. Sverðtennur fyrirfinnast ekki aðeins rneðal kattardýra (Felidae) heldur einnig hjá öðrum rándýrum, t.d. hjá forföður spendýra frá trías (~ 200-225 milljón ár), skriðdýrinu Cynodonta, og sverðtennta pokadýrinu Thylacosmilus er lifði í S-Ameríku á plíósen. Bjarni Richíer (f. 1965) lauk B.S.-prófi í jarðfræði frá Háskóla íslands 1995 og cand.scient.-prófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1998. Bjarni hefur starfað á jarðfræðideild rannsóknarsviðs Orku- stofnunar frá 1998. Þróun sverðtanna meðal nokkurra kattar- dýra á nýlífsöld (tertíer, ~ 2-65 milljón ár) er að öllum líkindum tilkomin vegna sér- hæfingar þeirra í að leggja að velli stærri og stærri bráð, svo sem mammúta, nashyminga og aðrar stórvaxnar skepnur. Á mið- og síð- tertíer var mikið um stórvaxnar jurtaætur, sem margar hverjar voru mun stærri en nú- lifandi ættingjar þeirra (Kurtén og Anderson 1980). í mörg ár hafa verið uppi deilur um tilgang sverðtannanna og hvernig kattar- dýrin beittu þeirn. Flestir fræðimenn telja að hinar risastóru vígtennur hafi fyrst og fremst verið notaðar sem vopn sem gerðu þessum rándýrum kleift að leggja að velli stóra bráð án þess að skaðast sjálf alvarlega eða hljóta bana af. Sumir hafa haldið því fram að sverðkettir hafi aðeins verið hræ- ætur og beitt tönnunum í þeirn tilgangi einurn að hluta í sundur hræ (Gingerich 1977). Einnig hefur sú kenning verið sett fram að tennurnar hafi eingöngu haft félagslegan tilgang meðal einstaklinga hópsins. ■ SVERÐKÖTTUR Á RÓDOS Tönnin sem áður er getið fannst í svo- kallaðri Apolakkia-myndun við suð- vesturströnd Ródos (3. mynd). Þetta eru reglubundin setlög og skiptast á leirlög með litlu og mikiu lífrænu innihaldi. Sand- og malarlinsur finnast einnig (Meulenkamp o.fl. 1972). Nattúrufræðingurinn 69 (2), bls. 85-93, 2000. 85

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.