Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 32
Á NÆSTUNNl L. ^ Nokkur fjöldi greina bíður nú birtingar í Náttúrufrœðingnum. í framhaldi af breyttum áherslum í efnisvali berst tímaritinu nú sífellt meira af alþýðlegu efni en því er ekki að leyna að nokkur hörgull er á stuttum pistlum. Hér verður tœpt á efni nokkurra þeirra greina sem birtast munu í næstu heftum. Refirá Hornströndum Refir hafa verið alfriðaðir í Hornstranda- friðlandi frá 1. júlí 1994. Nú eru þekkt 172 greni í friðlandinu og voru 170 þeirra heim- sótt sumarið 1999. Það var hópur undir forystu Páls Hersteinssonar prófessors sem fór á Hornstrandir 1998 og 1999, þau Ester Rut Unnsteinsdóttir, Anna Heiða Olafs- dóttir, Hólmfríður Sigþórsdóttir, Þorleifur Eiríksson og Þorvaldur Björnsson. Þau skýra frá niðurstöðum sínum um Greni í ábúð og flutning refa út úr friðlandinu í næsta hefti Náttúrufræðingsins. Skir eyðimerkurinnar í þessu hefti lýkur samantekt Örnólfs Thor- lacius um Þróun tegundanna, en hann heldur áfram að fræða lesendur Náttúru- fræðingsins eins og hans er von og vísa. I næsta hefti fræðumst við um úlfaldann og ættingja hans, lamadýrin en af úlfaldaætt eru nú uppi sex tegundir dýra, fjórar í S- Ameríku og tvær í Gamla heiminum. Örnólfur fjallar um líkamsgerð dýranna og lífshætti og um aðlögun úlfaldans að þurrki og hitasveiflum. Sædýr í Rauðamel Feðginin Ólöf E. Leifsdóttir og Leifur A. Símonarson hafa rannsakað setmyndanir í Rauðamel á Reykjanesskaga og skýra í næsta Náttúrufræðingi frá fundi sædýra þar, m.a. hrúðurkarla, samlokuskelkja og snigil- svamps. Telja þau að fánan hafi lil'að í sjó með svipaðan sjávarhiga og nú er við Norðurland og Austfirði. VÖKTUN SjÓFUGLA Dílaskarfur er eina sjófuglategundin á Islandi sent er vöktuð í öllum byggðum. Ágætar upplýsingar eru lil um súlustofn- inn en aðrar tegundir sjófugla eru aðeins vaktaðar að hluta. Um sumar sjófugla- tegundir gildir að ekki er búið að skrá hvar allar byggðir þeirra eru í landinu. Um Vöktun sjófugla skrifar Ævar Petersen í Náttúrufræðinginn og setur fram tillögur um skipulega vöktun 23ja tegunda ís- lenskra sjófugla Hvalir í Akrafjalli Það þótti sæta nokkrum tíðindum þegar hvalbein fundust í Akrafjalli 5. júní 1997 í um 80 metra hæð yfir sjó. Þetta eru þó ekki einu leifar sjávarspendýra sem fundist hafa í íslenskum jarðlögunt og bera vott um að fyrr á tímum var afstaða láðs og lagar allt önnur en nú er. Beinafundur sem þessi varpar ljósi á þær umhverfisbreytingar sem urðu í lok íslandar þegar jökla leysti af landinu og það reis úr sæ. Um Aldur hval- beina og efstu fjörumörk í Akrafjalli rita þau Brynhildur Magnúsdótlir og Hregg- viður Norðdahl í Náttúrufræðinginn. 94

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.