Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 15

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 15
ÞORSTEINN SÆMUNDSSON Um sjávarfallaspár Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfar- endur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum Ijósara, en aðrir hafa líka haft ástœðu til að gefa sjávarföllum gaum, til dæmis vegna áhrifa þeirra á laxagöngur, fjörubeit sauðfjár eða söfnun kræklinga og fjörugrasa. Þegar gengið er um flœðitanga þarf að gæta að sjávar- föllum og stærstu flóðin geta ógnað byggð og valdið stórskaða. Því hafa menn snemma reynt að spá fyrir um sjávarföll með því að huga að gangi tungls og sólar. Tunglið er augljós- asti áhrifavaldurinn, en engum dylst að sólin kemur þarna einnig við sögu, því að afstaða tungls til sólar ræður því hvenær munur flóðs og fjöru er mestur (stórstreymi) eða minnstur (smástreymi). / reynd nema flóðhrif sólar nærri helmingi af flóðhrifum tungls. Þegar tungl er nýtt eða fullt eru flóðhrif tungls og sólar samverkandi og leiðir það til stór- streymis. Þorsteinn Sæmundsson (f. 1935) lauk B.Sc. Hon- ours-prófi í stjörnufræði frá háskólanum í St. An- drews, Skotlandi, 1958 og doktorsprófi í sömu grein frá Lundúnaháskóla 1962. Hann hóf störf við Eðlisfræðistofnun Háskólans 1963 og við Raunvísindastofnun Háskólans 1966. Hann hefur annast rekstur segulmælingastöðvar stofnunarinn- ar og séð um útgáfu Almanaks Háskólans. Elstu upplýsingar uin sjávarföll við ísland er að finna í handritstexta frá 13. öld. Þar segir svo (með breyttri stafsetningu): „Þá er flóð, er tungl er í austri og í vestri, en fjara, þá er það er í norðri og suðri miðju, fyrir sunnan Island, nema firðir banni ... Ef tungl er 3 nátta eða 4, 18 eða 19, þá er fjara í nón, en ef tungl er 10 nátta eður 11,26 eður 27, þá er fjara að dagmálum; ef tungl er fullt eða eigi að sýn, þá er fjara í miðjan dag og miðja nótt.“ (Sjá N. Beckman og Kr. Kálund: Alfræði íslenskll, Khöfn 1914-16, bls. 96.) Tímasetningarnar benda til Faxaflóa fremur en Suðurlands, og hefur getum verið að því leitt að þessi fróðleikur sé ættaðar úr Við- eyjarklaustri (sjá formála Beckmans að Alfræði íslensk II). I rímbók frá 16. öld er tafla sem sýnir hvernig finna nregi flóðtíma hvers dags eftir aldri tungls, þ.e. eftir dagafjölda frá nýju tungli (sjá 1. mynd). Samkvæmt töflu þessari er tlóð kl. 5 að sönnum sóltíma þegar tungl er fullt eða nýtt (15 eða 30 daga ganralt). Sannur sóltfnri reiknaðist áður fyrr upp í 12 stundir frá því að sól var í suðri eða norðri, og þarna er átt við báða tínrana, kl. 5 eftir hádegi og kl. 5 eftir nriðnætti. Taflan segir nreð öðrum orðunr: Þegar tungl er næst sól á hinrninum (nýtt) eða í gagnstæðri átt (fullt) líða fimm stundir frá því að tungl er í suðri (eða norðri) þar til flóð rís hæst. Þetta jafn- gildir því senr síðar var kallað hafnartími staðar, en hafnartínrinn 5 stundir gæti sem best átt við Viðey. Á árunum 1788 til 1818 kom út í fjórum bindunr ítarleg lýsing af strönd íslands og höfnum eftir Poul de Löwenörn, forstöðu- Náttúrufræðingurinn 69 (1), bls. 77-84, 2000. 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.