Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 35
2. mynd. Sneið úr 1300 ára gömlum rauðviði í anddyri Háskólabíós. þessari jöfnu dreifingu geislakolsins, sem fjölmargar nákvæmar rannsóknir hafa staðfest. Frá þeirri stundu að kolefnið binst í lífræn- ar sameindir í vef jurta er það einangrað, án endurnýjunar á geislakolinu, og geisla- virknin tekur því að dofna. Allur gróður frá tilteknu ári hefur í upphafi sömu C-14 remmu, sem lækkar síðan með hrörnunar- hraða kolefnis-14; það helmingast á hverjum tæpum 6000 árum. Öldum eða árþúsundum síðar hefur hún lækkað jafnmikið í öllum jafngömlum gróðurleifum. Allarplöntuleifar sem mælast með sömu C-14 remmu hafa því vaxið á sama tíma, og því lægri sem remman er því eldri eru þær. Réttara væri reyndar að segja að þær séu frá sama árabili, því með núverandi tækni er óvissubilið í nákvæm- ustu mælingum 10-20 ár. ■ GEISLAKOL í ÁRHRINGJUM ÆVAGAMALLA TRJÁA Til eru tré sem geta lifað í þúsundir ára. Aldur þeirra má lesa úr fjölda árhringja. Kolefnisatómin eru alla tíð bundin í þeim vef sem þau settust í upphaflega; hinar stóru lífrænu sameindir sitja skorðaðar í þétt- ofnum vefnum frá vaxtarári og allt til þess að tréð rotnar. Enginn flutningur lífrænna sameinda er milli árhringja. Frá vaxtartíma hvers árhrings tekur geislakolið að dofna í takt við C-14 remmuna í öllum varðveittum jurtaleifum frá sama ári. I þessu felst lykillinn að aldursákvörðun jurtaleifa út frá C-14 remmu þeirra, því árhringir trjánna geyma þá skrá sem leitað er í til að finna vaxtartímann. 97

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.