Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 43
C. C-14 LEIÐRÉTTING VEGNA BREYTILEGRAR SAMSÆTUHLIÐRUNAR í GRÓÐRI Enda þótt C-14 remman sé hin sama í gjörvöllu andrúmsloftinu er hún dálítið breytileg í nýsprottnum gróðri því hún hliðrast mismikið við ljóslífgun af sömu orsökum og greint er frá í viðauka B og í takt við C-13. Sé C-13 remman í tilteknu sýni lægri en meðalgildið í gróðri (-25,0%c) er C-14 remman í sýninu lægri en meðalgildið í gróðri frá sama ári; frávikið er nákvæmlega tvöfalt meira en 813Cfrá -25,0%c. Arsmeðalgildi C-14 remmunnar, A ’, fæst með því að leiðrétta mælda gildið A út frá því hversu mikið 813C mælisýnis víkur frá -25%o: A’=A[l-2(25+813C)/1000] (5) þar sem 8l3Cer reiknað í %c. Víki 13C í sýni l%c frá meðalgildinu (-25%c) vrkur C-14 remman 2%c frá ársmeðalgildinu og veldur leiðréttingin þá 16 ára hliðrun í aldri, því C-14 dofnar um 2%o á þessurn árafjölda. Sé nú litið á leiðréttu geislakolsremnnina A ’ í nýsprottnum gróðri þá er hún nákvæmlega sú sama, hver sem plantan er og hvar sem hún hefur vaxið. Grunnforsendur aldursgreininga með kolefni-14, eins og þær hafa verið útskýrðar að framan, gilda um þessa leiðréttu C-14 remmu. Full nákvæmni í geislakolsgreiningu næst því aðeins að leiðrétt sé fyrir breytilegri samsætuhliðrun, en fyrstu tvo áratugi geislakolsgreininga var það ekki gert, eins og rætt verður urn í Viðauka G. Samsætuleiðrétting aldurs er oftast innan við 30 ár. D. ÁRHRINGJAFRÆÐI Gömul tré geyma lykil að nákvæmum geislakolsgreiningum. Öruggur tímakvarði nær aðeins svo langt sem mögulegt er að fá árhringi með nákvæmlega þekktum aldri. Árþúsunda gamlir trjábolir finnast víða í jörðu. Mikill fjöldi ævagamalla eikarbola - þeir elstu um 11 þúsund ára - hefur fundist, t.d. við mógröft í mýrum á Irlandi og við rof fljóta og mannvirkjagerð í Þýskalandi. Með hjálp árhringjafræðinnar, dendrókrónólógíunnar, hefur tekist að raða þessum fornu trjábolum í rétta tímaröð þar eð aldur allra árhringja þeirra er þekktur upp á ár. Árhringjafræðin byggist á því að úrkonta og hiti hefur áhrif á þykkt hvers árhrings. Sveiflur í veðurfari setja því ár hvert svipað rnark á þykkt þeirra í öllum trjám sömu tegundar sem vaxa á sama veðurfarssvæði. Mynd sem sýnir þykkt hvers árhrings sem fall af sætisnúmeri þeirra frá fyrsta ári nefnist árhringjamynstur. Hugsum okkur að borin séu saman mynstur í nýfelldri eik með um 700 árhringi og í eikarbjálka úr byggingu sem var reist urn aldamótin 1500 e.Kr. Báðar eikurnar geyma mynstur frá tímabilinu 1300 til 1500. Reynslan sýnir að einungis er hægt að fella mynstrin saman á einn veg þannig að afbrigðileg ár eða árabil standist á; við hliðrun um aðeins eitt ár kernur fram augljóst misræmi. Aldur sérhvers árhrings í eldra trénu fæst þá einnig upp á ár. Urn 100 árhringja skörun þarf til að ná öruggri tengingu af þessu tagi. Með því að skeyta sífellt eldri trjám við þekkt mynstur sem tengist nútímanum má ná löngu árhringjamynstri svo ekki skeikar ári. Tölvutæknin hefur dregið mjög úr þeirri vinnu sem áður fór í að mæla þykkt árhringjanna og tengja saman þykktarferla þeirra. Þessi svæðisbundnu mynstur hafa nú verið kortlögð fyrir nokkrar trjátegundir. Þau lengstu, sem eru úr broddfuru í Bandaríkjunum, eik á írlandi og eik frá Suður-Þýskalandi, ná yfir um 11 þúsund ár. Þurfi að aldursgreina enn eldri sýni, en hæsti aldur sem greina má með C-14 aðferðinni er um 50 þúsund ár, verður að grípa til annarra kvörðunaraðferða sem eru þó ekki eins nákvæmar. Þess skal að lokum getið að árhringjarannsóknir hafa verið stundaðar frá fyrstu áratugum aldarinnar og var tilgangur þeirra upphaflega að fræðast um veðurfar á liðnum öldurn. 105

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.