Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 44
E. flÖSKUN Á GEISLAKOLSREMMU LOFTS OG SJÁVAK AE
MANNAVÖLDUM
Maðurinn hefur valdið verulegri röskun í C-14 remmu andrúmsloftsins á tvennan hátt:
(1) með brennslu kola og olíu, sem eru án votts af C-14, og
(2) með tilraunum með vetnissprengjur sem mynduðu mikið magn af geislakoli.
Strax á fyrstu árum geislakolsgreininga vaknaði grunur um að hin stórfellda og sívaxandi
brennsla kola og olíu, sem hófst með iðnvæðingunni um miðbik 19. aldar, hefði lækkað
geislakolsremmuna í andrúmsloftinu miðað við fyrra gildi, sem var nær stöðugt. I eldsneytinu
er nefnilega ekki vottur af geislakoli, enda um að ræða leifar af milljóna ára gömlum plöntum.
Hans Suess staðfesti 1955 þessa getgátu með nákvæmum mælingum og er fyrirbærið kallað
Suess-hrif.
A síðari árum hefur verið fylgst náið með þessari mengun af annarri ástæðu, því brennsla
kola og olíu hefur aukið magn kolsýru í andrúmsloftinu töluvert; kolsýran dregur úr
varmageislun frá jörðu (gróðurhúsahrif) og kann það að leiða til hækkandi meðalhita á jörðu.
Rétt um það leyti sem aldursgreiningar voru að hefjast var fyrsta vetnissprengjan reynd
(1952). 1 ljós kom að nifteindir sem þar losna mynduðu mikið af kolefni-14 og snemma á
sjöunda áratugnum varð geislakolsreminan í andrúmsloftinu af þessum sökum nærri tvöfalt
hærri en hún hafði verið áður, náði hámarki árið 1962. Andrúmsloftið er fyrsti áfangastaður
hins nýmyndaða geislakols, bæði þess sem geimgeislar mynda og þess sem hefur komið frá
vetnissprengjum. Hvert C-14 atóm hel'ur þar, eins og áður hefur verið sagt, að jafnaði 7 ára
viðstöðu áður en hafið gleypir það eða það binst í gróðri. Hin aukna C-14 remma í
andrúmsloftinu raskaði fyrra jafnvægi; hafið tók nú hraðar við geislakoli en áður og remman
hefur smám saman lækkað í andrúmsloftinu en hækkað í yfirborðslagi sjávar. Geislakolið leitar
þannig hægt en sígandi að nýju jafnvægi milli andrúmslofts og hafs.
Geislakolsviðbót vetnissprengnanna hefur engin áhrif á aldursgreiningarnar, en hún hefur
gel'ið mikilvægar upplýsingar um flutning og blöndun kolsýru í andrúmsloftinu og hafinu
sem og á milli norður- og suðurhvels jarðar.
F. HAFHRIF OG ELDFJALLAHRIF?
Fjölmargar aldursgreiningar á fornleifum frá elstu byggð á Islandi, sem flestar voru gerðar á
áttunda áratugnum, gáfu töluvert hærri aldur en búast mátti við samkvæmt hefðbundnu
tímatali landnáms (Páll Theodórsson 1997). Ingrid U. Olsson, forstöðumaður aldurs-
greiningarstofunnar í Uppsölum, þar sem nær öll sýnin voru mæld, vissi hversu traust tímatal
Ara fróða var talið. Hún áleit því að veila hlyti að vera í C-14 aðferðinni og setti fram þá tilgátu
að forsendan um fulla blöndun geislakols í andrúmsloftinu yfir lslandi brygðist vegna þess
að landið væri umlukið víðáttumiklu úthafi með lægri geislakolsremmu; því kynni að ríkja
staðbundin C-14 lægð yfir landinu og hafsvæðinu umhverfis það (Olsson 1993, 1995).
Olsson nefndi tilgátuna um hafhrif í nokkrum greinum en hvorki útskýrði hana né varði á
viðunandi hátt. Flestir fslenskir fornleifafræðingar og sagnfræðingar féllust sem vonlegt var
á tilgátu hins virta sérfræðings og tímatal Ara fróða gat því staðið óhaggað. Margrét
Hermanns-Auðardóttir (1988) túlkaði þó aldursgreiningar frá Vestmannaeyjum á hel'ð-
bundinn hátt og án þess að nefna tilgátu Olssons, sem hafði þó mælt öll sýni hennar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson (1991) virðist einn íslenskra fornleifafræðinga hafa fjallað um
tilgátuna í rituðu máli og hafnaði henni með sterkum rökum án þess þó að fallast á eldra
landnám.
106