Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 56

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 56
AriNN VID RITVÉLINA Margir hafa hafnað þróunarkenningunni, eða túlkun flestra fræðimanna á henni, á þeirri forsendu að ótrúlegt sé að tilviljun hafi kallað fram þann dásamlega líiTieim sem við höfum daglega fyrir augum. Þekkt er sam- líkingin um apann sem settur er við ritvél og þess beðið að hann skrái á blað einhvern gimstein bókmenntanna, til dæmis sonneltu eftir Shakespeare, og þess væri vissulega langt að bíða. En það eru aðeins stökk- breytingarnar, hráefni breytiieikans, sem koina fram af tilviljun. Val náttúrunnar, sem nýtir sumar þessar breytingar en hafnar öðrum, verður sífellt til þess að laga ein- staklingana að breyttu umhverfi. Annað veifið hlyti apinn að ramba á að skrá vitleg orð eða stafaraðir. Ef þessu væri haldið til haga við val og það fellt í samhengi fengist fyrr eða síðar sonnetta eða dróttkvæði. (Sjá til dæntis Dawkins 1985 og Gould 1987.) Annar algengur misskilningur er að þróunin hljóti að stefna í átt til flóknari líkamsgerðar. Að vísu er sú skoðun á undanhaldi að maðurinn hafi verið lokatak- mark þróunarinnar en engu að síður örlar oft á hugmyndum um það að þróun lifandi vera, hvort sem er hér á jörðu eða annars staðar í alheimi, hljóti fyrr eða síðar að birtast í einhvers konar vitsmunaverum. Þetta er sjálfsagt rangt. Vissulega hafa komið fram við þróunina ýmsar lífverur með flókna líkanta, jafnt dýr og plöntur, en bakteríur hafa frá upphafi verið meginuppistaða líf- heimsins, hvort sem litið er á íjölda einstak- linga, fjölbreytni lífshátta eða samanlagðan massa, og svo mun verða til enda lífs á jörðu. I görnum eins ntanns eru lil dæmis fleiri ristilgerlar, Escherichia coli, en þeir menn eru sem lifað hafa á jörðinni frá upp- hafi. Og uppgangur spendýra á nýlífsöld - og þar með þróun hins viti boma manns - hefur líklega hafist með tilviljunarkenndum náttúru- hamförum, eins og brátt verður vikið að. ■ ALDAUÐABYLGJUR Þegar Darwin lagði af stað á Beagle umhverfis hnöttinn í desember 1831 hafði hann nteð sér fyrsta bindið af þremur af „Grundvallaratriðum jarðfræðinnar" (Princi- ples ofGeology) eftir Lyell, sem komið hafði út árið áður. Annað bindið fékk hann sent til Montevideo þegar skipið kom þar við á suðurleið. Sem fyrr segir hallaðist Darwin að samfellukenningunni, þeirri meginhugmynd Lyells að fortíðin væri lykill að nútímanum, að engin ástæða væri til að leita að ein- hverjum stórumbrotum eða hamförum sem skýringu á þeim breytingum er mótað hefðu jarðskorpuna á liðnum skeiðunt jarðsög- unnar. Þar hefðu verið að verki sömu öflin og við þekkjunt nú. Jarðfræðirannsóknir Darwins á heimsreisunni renndu allar stoðum undir þetta og hann gekk út frá samfellukenningunni í skýringum sínum á þróun tegundanna. Hamfarakenningin, sem Cuvier setti fram og aðrir tóku síðan upp með ýmsum breyt- ingum, virtist þar með úr sögunni. Þegar á leið mátti samt ráða af jarðlögum að fjöldi tegunda og jafnvel heilar ættir og ættbálkar hefðu stundum dáið út á liltölulega skömm- um tíma. Þar sem engin merki voru um flóð, hrinur eldgosa eða aðrar hantfarir í náttúr- unni er skýrt gætu aldauðann var ekki um sinn tilefni til að endurvekja hamfara- kenninguna. Menn bentu réttilega á hve slitrótt og ófullkomin sú saga er sem lesin verðui' úr steingervingum. Víða eru eyður sem spanna langan tíma í jarðsögunni, svo þar sent virtust vera snögg skil gæti vantað sögu samfelldrar þróunar milli þeirra kaflabrota sem varðveist hefðu. Frægustu merkin um kaflaskil af þessu tagi eru á mörkum miðlífsaldar og nýlífsaldar jarðsögunnar, þegar allar risaeðlurnar dóu út ásamt um helmingi þekktra tegunda af hryggleysingjum í sjó og fjölda landplantna. Snentma komu fram hugntyndir um það að árekstrar jarðar við smástirni eða hala- stjörnur hefðu valdið aldauðahrinum eins og endalokum risaeðlnanna, en þær tilgátur hlutu lengi lítinn hljómgrunn enda ekki studdargildum rökum. Árið 1980 færðu bandarískur eðlisfræð- ingur, Luis Alvarez, og sonur hans, jarð- fræðingurinn Walter Alvarez, ásamt tveim- ur samstarfsmönnum, fram þá röksemd til 118

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.