Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 61

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 61
seklina að vísu niður og málið vakli umtal sem ekki var hagstætt bókstafstrúarmönnunum. Næstu áratugina var samt tæplega minnst á þróun í bandarískum kennslubókum í líffræði þar seni útgefendur óttuðust málssókn. Þetta er nú liðin tíð og bókstafstrúarmenn hafa snúið við blaðinu. í stað þess að amast við þróunarfræðum í skólum heimta þeir nú samsvarandi rúm á námskrá fyrir sína túlkun, sköpunarfræði eða sköpunarvísindi (crea- tionism). Til þessa hafa þeir ekki haft erindi sem erfiði því dómstólar hafa úrskurðað að hér sé um trúarbrögð að ræða og boðun þeirra í opinberum skólum brjóti í bága við bandarísk stjómarskrárákvæði um aðskilnað kirkju og ríkis. Bent hefur verið á það að ekki aðeins kristnir bókstafstrúarmenn heldur líka harð- línumenn meðal múslíma og gyðinga snúist gegn þróunarkenningunni. Má ætla að þeir myndu krefjast rúms á námskrá skólanna til jafns við þá kristnu. Sköpunarsinnar halda því frarn að líffræðingar geri alltof mikið úr framgangi þróunarkenningarinnar. Á henni séu ýmsar brotalamir sem allar væru úr sögunni ef menn horfðust í augu við þann möguleika að lífíð hefði í upphafi orðið til við yfirnáttúrlega sköpun. Einkum beinist gagnrýni sköpunar- sinna gegn náttúruvalinu. Hráefni þess, stökk- breytingar sem verða af lilviljun og eru þar á ofan (lestar til bölvunar, geti varla staðið undir ffamvindu lífsins með öllum þess dásemdum. (Sjá til dæmis rit Votta Jehóva eftir ónefndan höfund 1991.) Ef einhver vísindamaður lætur í ljós efa- seindir um ákveðna túlkun þróunarsinna á einhverju vandamáli snúa sköpunarsinnar því fimlega upp í allsherjardóni vísindamannanna sjálfra yfir fræðum sínum. I málflutningi sínum leggja sköpunarsinnar megináherslu á að gagnrýna þróunarkenning- una og ætla lesendum að álykta að úr því hún sé á brauðfótum hljóti sköpunarfræðin að vera betri kostur. Hins vegar leggja þeir sjaldan verulega áherslu á að skýra hvað felist í þeim kosti. Hin síðari ár hafa þróunarsinnar í vaxandi mæli snúið vöm í sókn og bent á ýmsa veika punkta í sköpunarfræðunum. Sem bókstafstrúarmenn trúa kristnir sköp- unarsinnar frásögn Biblíunnar af sköpun heimsins á sex dögum fyrir nokkrum þús- undum ára. Þeir þuifa því ekki aðeins að hafna þróunarkenningunni heldur líka vísindalega staðfestum tímamælingum sem styðjast við ummyndun tiltekinna geislavirkra efna og sýna að jörðin hefur verið til í þúsundir milljóna ára. Sköpunarsinnar benda oft á það hve mikið vanti á að þróunarsagan verði lesin úr stein- gervingum í jarðlögum. Þeir halda því þá fram að steingervingamir geti staðfest hugmyndir um yfimáttúrlega sköpun. En þótt stein- gervingaskráin sé ófullkomin má samt lesa úr henni ákveðna röð breytinga þar sem elstu leifarnar eru framandlegastar og tegundirnar verða því kunnuglegri sem nær dregur nútfm- anum. Á þessu hefur sköpunatfræðin enga skýringu. ■ þRÓUN ER STAÐREYND Þótt ágreiningur sé um ýmislegt í sögu tímans frá miklahvelli til svailhola heyrist vart nokkur rödd óbrenglaðs menntaðs manns er mælir gegn meginhugmyndum eðlisfræðinga um eðli efnisins. Sama má segja um þróunar- kenninguna. Miðað við þá þekkingu sem fyrir liggur er þróun lífsins staðreynd og ein af burðarsúlum heimsmyndar nútímavísinda. Með þróunarkenningunni fæst samíelld heildarmynd af tjölda fyrirbæra í nátturunni sem annars væru torskilin og án samhengis þótt fræðimenn greini á uni skýringu á ein- stökum þáttum hennar. Það styrkir kenning- una enn í sessi að með aðferðum sameindalíf- fræðinnar hefur fengist rnynd af þróunarskyld- leika ýmissa lífvera sem um flest staðfestir fyrri hugmyndir, fengnar eftir öðrum leiðum. ■ HEIMILDIR Sjá I. hluta, bls. 195: 68 (3-4). PóSTFANG HÖFUNDAR Örnólfur Thorlacius Bjarmalandi 7 108 Reykjavík 123
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.