Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 62

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 62
Þróun tegundanna Leiðrétting í 2. hluta greinar minnar um þróun tegundanna (69/1, bls. 40) er Darwin sagður hafakomið til Galápagoseyja árið 1836. Hið rétta er að hann steig á land á einni þeirra, Chathamey, 17. september 1835, og HMS Beagle sigldi frá eyjaklasanum seint í október sama ár. Örnólfur Thorlacius. FRjÉTTIR Að forðast eitrið Nútíma landbúnaður fer ekki alltaf vel með villt dýr. Meðal annars er ýnrsu eitri úðað yfir ræktarland eða það borið á útsæði til að eyða skordýrum, og þar með er eytt miklu af fæðu sem fuglar hefðu annars étið. Ekki er jafnaugljóst hve miklu tjóni fuglarnir verða fyrir af að éta eitruð fræ. Nú hefur í York á Englandi verið birtur árangur einnar fyrstu tilraunarinnar, sem gerð hel'ur verið til að fá svar við þessu. Þar kemur í ljós að hringdúfan, senr er með algengustu gestum á enskum ökrum og stórtæk frææta, forðast eitrið. Taldar voru dúfur á nýsánum hveitiökrum, þar sem í útsæðinu var skordýraeitrið fónófon, og til samanburðar taldir fuglar á eiturlausum ökrum. Viku eftir sáningu fundust dúfur aðeins á 20% af eitruðu ökrunum, en á öllum þeim eiturlausu. Þegar frá leið birtust dúfur á sífellt fleiri ökrum með eitri, og þegar fræin höfðu legið í mold í sex vikur sáust fuglarnir jafnt á eitruðum og eiturlausum ökrum. Á þessum tíma hafði eitrið dofnað verulega í fræjunum — styrkur þess minnkar að meðaltali um 2% daglega. Svo er að sjá sem dúfurnar séu, ef nokkuð er, of varkárar. Þannig fundust engar dúfur á ökrum, þar sem meira var en 150 milligrömm af fónófoni í hverju kílói af útsæði. Þetta er ekki rneira eitur en svo, að dúfa ætti að lifa það af að éta ein 45 grömm af eitruðu fræjunum, sem er óhemjumikið, jafnvel fyrir svona gírugan fugl. Greininni, sem hér er vitnað í, lýkur svona: „Af þessu getum við lært tvennt: Annars vegarerekki alltaf eins auðvelt að eitra fyrir fugla og umhverfisverndarsinnar hafa haldið fram, og hins vegar nýtist eitur, sem ætlað er skordýrum, ekki aðeins til að eyða þeim af ökrunum. Það fælir líka stærri, óboðna gesti burt. Kannski ættu bændur að stækka eiturskammtana." 124 Avoiding the poison. The Economist 4.9. 1999. Örnólfur Thorlacius endursagði.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.