Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 64

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 64
áratug nítjándu aldar, gerði tilraun lil útgáfu á fléttuflóru er næði til Skandinavíu. A síðari árum hafa komið fram ýmsar hugmyndir innan einstakra landa um fléttuflórur og í Noregi var hafin undirbúningsvinna fyrir hrúðurfléttuflóru á níunda áratugnum. Það hefur því lengi verið í deiglunni að skrifa vísindalega fléttuflóru svæðisins. Það sem hefurkollvarpað öllum slíkum hugmyndum er umfang verkefnisins; tegundirnar eru margar (u.þ.b. 2000 á Norðurlöndum) og auk þess þarfnast margar ættkvíslir umfangs- mikilla flokkunarfræðilegra rannsókna. Það var á fundi Norræna fléttufræðifélagsins, sem haldinn var 1993 í sambandi við vettvangsferð félagsins til Grong í Noregi, sem fram kom almennur áhugi á að vinna að vísindalegri fléttuflóru Norðurlanda. Síðar sama ár var svo haldinn fundur í Uppsölum, Svíþjóð, þar sem málið var reifað enn frekar. Þar var valin útgáfunefnd fyrir flóruna með fulltrúum allra landanna. Fulltrúi Islands er Hörður Kristinsson. Utgáfa fyrsta bindisins hefur dregist nokkuð, en útgáfa þess nú gefur þó fyrirheit um að næsta bindis verði skammt að bíða, enda hafa nú ýmsir byrjunarörðugleikar verið leystir. Fyrsta bindi Fléttuflóru Norðurlanda inni- heldur inngangskaflana fyrir allt ritverkið og „Calicioid lichens and fungi“ eftir Leif Tibell, Uppsölum. í inngangsköflunum er umfjöllun um eftirfarandi: búsvæði fléttna og líflandfræði þeirra, eftir Teuvo Ahti, Helsinki; notkun fléttna sem mælikvarða á loftmengun, eftir Ulrik Spchting, Kaupmannahöfn; flétlur á válista, eftir Göran Thor, Uppsölum; efna- fræði, eftir Gunnar Carlin, Uppsölum; vísindaleg nöfn norrænna fléttna, eftir Teuvo Ahti og Per Magnus Jprgensen, Björgvin; almenn nöfn norrænna fléttna, eftir Roland Moberg, Uppsölum; auk þess fjallar sá síðastnefndi um landshluta- skiptingu þá sem fylgt er og um útbreiðslu- kortin sem fylgja hverri tegund. Inngangs- kaflarnir eru stuttir og skýrir. Kannski fullstuttir fyrir áhugasaman lesanda sem ekki er vel lesinn í fléttufræðum en þar sem auðvelt er að nálgast meiri upplýsingar er tæpast nokkur þörf á ítarlegri umfjöllun. 126 „Calicioid lichens and fungi“ er nteginkafli bókarinnar og er hann byggður á rann- sóknum Leif Tibell, en hann hefur helgað starfsævi sína rannsóknum á þessum hópi fléttna og sveppa um allan heim. Kaflinn hefst á lykli sem leiðir til ólíkra ættkvíslna, en samanlagt er fjallað um 15 ættkvíslir og er tegundalykill í upphafi umfjöllunar um hverja ættkvísl þar sem norrænar tegundir eru fleiri en ein. Lýsingar á tegundum eru Ritfregn stuttar og skýrar og þar er einnig fjallað um efnafræði tegundanna, búsvæði þeirra og úlbreiðslu. A eftir lýsingunum eru nokkrar blaðsíður með útbreiðslukortum af einfaldri gerð og loks eru litmyndir af öllum tegundunum. Stærsti kostur bókarinnar er án efa litmyndirnar, en þetta er í fyrsta skipti sem litmyndir eru birtar af mörgum tegund- anna og myndirnar eru almennt mjög góðar. Myndasmiður er Svante Hultengren. Ætt- kvíslirnar sem fjallað er um einkennast í fyrsta lagi af því að askhirslurnar eru á löngum stilk og líkjast örsmáum títuprjóns- hausum sem geta verið allt niður í 0,2 mm að stærð og í öðru lagi að askarnir losa ekki gró sín á virkan hátt, þannig að gróin safnast utan á askhirsluna, mynda svonefnt „mazaedium". Þó eru allnokkrar æltkvíslir sem einungis uppfylla annað skilyrðið, þ.e. hafa annaðhvort askhirslurnar í títuprjóns- hausum eða mynda „mazaedium“. Áður lilheyrðu allar ættkvíslirnar ættbálknum Caliciales en nýjustu rannsóknir benda til margstofna uppruna Caliciales og því kýs Leif að nefna kaflann „Calicioid lichens and fungi“. Þar sem margar tegundanna eru bundnar við gömul tré eða rotnandi trjá- slubba gefa þær oft vísbendingu um aldur búsvæðisins og margar þeirra eru á válista í skógi vöxnum löndum Skandinavíu og í Finnlandi. Mun því útgáfa bókarinnar korna að góðum notum þar við vöktun tegunda á válista. Samtímis veldur þetta búsvæðaval tegundanna því að af samanlagt 81 tegund, sem fjallað er um, hafa einungis fjórar fundist á Islandi. Þar af eru tvær algengar, I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.