Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 65

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 65
Sphaerophorus fragilis og S. globosus sem eru runnfléttur sem vaxa á grónu landi eða yfir mosa og fléttum á bergi og hafa ekki askhirslurnar í títuprjónshausum. Hinar tvær tegundirnar, Chaenotheca cinerea og C. furfuracea, sem eru hrúðurfléttur, eru sjaldgæfar á íslandi og vaxa oftast sem ásætur á gömlum trjám. C. cinerea hefur aðeins fundist einu sinni en hún óx neðan á hellislofti í Hljóðaklettum en C.furfuracea er hinsvegar sæmilega algeng í gömlum birkiskógum. Þar sem flóran er skrifuð á ensku og er þar að auki frekar sérhæfð er ólíklegt að hún fái mikla útbreiðslu meðal hins almenna náttúruskoðanda. Þó skal bent á að litmynd- irnar gefa henni aukið gildi sem fræðsluriti. Einnig munu inngangskaflarnir halda gildi sínu og eiga ekki síður við síðari bindi flórunnar en þetta fyrsta. Með l'leiri útgefnum bindum verður vonandi auðveld- ara fyrir íslenska náttúrufræðinga að greina hrúðurfléttur þegar þess er þörf, t.d. við gerð umhverfismats og vistfræðirannsóknir. Bókina máfáhjá: Svenska Botaniska Föreningen c/o Evolutionsmuseet Uppsala universitet Norbyvágen 16 SE-752 36 Uppsala Svíþjóð Netfang: Linda.Svensson@fyto.uu.se. Bókin kostar 280 sænskar krónur og er burðargjald til íslands þá innifalið. Starri Heiðmarsson. Höfundur er líffræðingur og er að ljúka doktorsnámi í fléttum við Uppsalaháskóla í Svíþjóð. 127

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.