Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 66

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 66
Tilvitnanir LEIÐRÉTTING OG VIÐBÆTUR Bent hefur verið á að í grein minni um tilvitnanir í Náttúrufræðingnum (69 (1): 19-26, 1999) fari ég rangt með skírnarnafn Egils Haukssonar og nefni hann þar Emil. Beðist er velvirðingar á því en í Science Citation Index kemur aðeins fram eftirnafn vísindamanns og upphafsstafur skírnarnafns þ.e. Hauksson E. Til fróðleiks má geta þess að Egill hefur þegar fengið 37 tilvitnanir það sem af er þessu ári og hækkað um sæti á heildarlistanum. í greininni gat ég þess að í síðustu yfirferð hér heima hafi ég rekist á nokkur nöfn sem þyrfti að kanna betur erlendis þar eð heintildir hér á landi ná aðeins aftur til 1978. Þessu er lokið og tveggja einstaklinga skal getið. Jón Löve Karlsson læknir (bróðir Áskels) átti 670 tilvitnanir til ársloka 1998 og Geirmundur Árnason veðurfræðingur 180. Birgir Guðjónsson. Fréttir Lækning á beinþynningu? Milljónir aldraðra manna um allan heim þjást af beinþynningu, þar sem stoðefni beinanna rýrnar og beinbrot verða tíðari. Til þessa hafa læknar aðeins getað seinkað þessu ferli. Nú hillir undir aðferð til að snúa vörn í sókn — að styrkja gömul bein í stað þess að draga úr þynningu þeirra. Áfastir skjaldkirtli eru Ijórir smávaxnir innkirtlar, kalkkirtlamir. Þeir gefa frá sér hormón sem temprar kalkmagnið í blóði. Frumur í beinvef, eins og í fleiri vetjum líkamans, endurnýjast við skipulegt „sjálfsvíg" (apoptosis) frumna, sem með því þoka fyrir nýjum, og tilraunir við læknaháskólann í Little Rock í Arkansas hafa leitt í ljós að með því að sprauta kalkkirtilhormóni í mýs má draga tífalt úr sjálfsvígstíðni beinmyndunarfrumnaog auka með því beinmassann. Eftir er að prófa hormónagjöfina á mönnum, og sérfræðingar telja að fimm til tíu ár muni líða áður en ljóst verði hvort hún komi að gagni og aukaverkanir séu innan þolanlegra marka. 128 Robert Adler: Body builder. New Scientist 28. 8. 1999. Örnólfur Thorlacius endursagði.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.