Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 7
2. mynd. Endurheimt hafin og ruðningi ýtt ofan í skurð í Hestmýri, 10. október 1996. - Restoration started in the mire at Hestur by filling of the ditches. MyndJphoto: Ásrún Elmarsdóttir. Lundarreykjadals (1. mynd). Svæðið er í landi Mávahlíðar en hún hefur verið lögð undir sauðfjárbú Rannsóknastofnunar land- búnaðarins á Hesti. Svæðið var valið til langtímarannsókna á áhrifum frainræslu á vistkerfi mýra og hóf stofnunin rannsóknir á mýrinni árið 1975. Fráþeim tíma hefur heitið Hestmýri verið notað um svæðið. Gerðar voru umfangsmiklar forrannsóknir á mýrinni áður en að framræslu kom og var þeim fylgt eftir fyrstu árin eftir hana. Rannsóknirnar tóku til jarðvegs, gróðurs, fugla, smádýralífs og búfjárbeitar á svæðinu. Niðurstöður þeirra hafa m.a. birst í nokkrum fjölritum stofnunarinnar (Rannsóknastofnun land- búnaðarins 1975, Sturla Friðriksson, Árni Bragason og Guðmundur Halldórsson 1977, 1978, Sturla Friðriksson 1980). Mýrin á Hesti var ræst fram með vél- gröfnum skurðum haustið 1977 en einnig var kílræst á hluta svæðisins og hagaskurðir plægðir á öðrum. Haustið 1984 var aukið við vélgröfnu skurðina til að bæta framræsluna. Ríkjandi tegund í mýrinni fyrir framræsluna var mýrastör en aðrar helstu tegundir vetrarkvíðastör, klófífa, tjarnastör, hor- blaðka, brjóstagras, kornsúra, fjalldrapi og bláberjalyng (Sturla Friðriksson 1980). Mælingar sem gerðar voru í mýrinni sjö árum eftir fyrstu framræsluna bentu til að gróðurbreytingar hafi verið fremur hægar. Þannig hafði þekja mýrastarar lítið breyst þar sem gróður var rannsakaður en verulega hafði dregið úr þekju vetrarkvíðastarar og tjarnastarar frá því sem var. Aukning í þekju grasa var þá orðin mjög lítil en hún var helst merkjanleg hjá blávingli (Tryggvi Gunnars- son, óbirt gögn, Borgþór Magnússon 1998). Rannsóknir vegna endurheimtar. (1996 og 1997) Sumarið 1996 voru hafnar rannsóknir í Hestmýrinni að nýju eftir liðlega 10 ára hlé. Miðuðusl þær við að afla upplýsinga um ástand mýrarinnar áður en skurðir yrðu fylltir en þær eru nauðsynlegar til að meta 5

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.