Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 22
4. mynd. Gróðurmynd afíslandi. Stafrœn frummynd er með 100 x 100 m myndeiningum. © ESA/LMÍ1993. könnunargagna í álfunni. í tengslum við hana er meðal annars unnið að Corine-verk- efninu, þar sem miðað er að því að kortleggja og koma upp samræmdum gagnagrunni um yfirborð Evrópulanda. Upplýsingamagnið sem berst til jarðar frá gervitunglum er slrkt að erfitt hefur reynst að hafa heildaryfirsýn yfir gögn af íslandi. Landsat- og Spot-gögn hafa verið markaðs- sett fyrir milligöngu nokkurra sölufyrirtækja, eins og Eosat, Eurimage, Spot Image og Satellitbild, en hafa þótt dýr. Yfirleitt er um mjög „stór“ gagnasöfn að ræða; þannig er ein Landsat TM-mynd um 260 Mb að stærð. Myndir eru nú fáanlegar á fyrirferðarlitlum miðlum eins og geisladiskum og hægt er að framkvæma flókna myndvinnslu í venju- legum einkatölvum. Áður þurfti gríðarlega dýran hug- og vélbúnað til þess að vinna með myndir sem voru geymdar á stórum segulböndum. ■ LANDMÆLINGAR ÍSLANDS Landmælingar Islands hófu markvissa upplýsingamiðlun á sviði gervitungla- mynda á árinu 1987, í framhaldi af tillögum nefndar um fjarkönnun sem starfaði á vegum Rannsóknaráðs ríkisins. Gerðir voru samningar við dreifingarfyrirtæki erlendis um gagnasölu hingað til lands og margs- konar kynningar- og útgáfustarf hefur verið unnið, m.a. með útgáfu fréttabréfs, skýrslna og gagnaskráa. Markaðurinn hefur hins vegar reynst lítill og hefur stofnunin sjálf verið stærsti kaupandinn, einkum vegna stafrænna myndvinnsluverkefna. Með sam- starfi við erlenda sérfræðinga hefur auk þess orðið til nokkuð gott safn gagna frá ýmsum gervitunglum. Samhliða rótgróinni hefð á sviði loft- mynda var farið að gera tilraunir með staf- ræna myndvinnslu hjá LMÍ árið 1989. í 20

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.