Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 25
7. mynd. Samsett heildarmynd af íslandi í „eðlilegum litum“, unnin úr 16 Landsat TM- myndum eftir böndum 3,2, 1. Stafræn frummynd er með 30 x 30 m myndeiningum, rétt upp miðað við staðfrœðikort ímælikvarða 1:50.000. (Sjá einnig 8. mynd.) © ESA/LMÍ1995. á það ráð að nota þar hluta úr eldri Landsat- myndum með 60 x 80 m myndeiningum. Heildarmyndin af öllu landinu er 79 Mb að stærð í þremur lögum (5. mynd). Gróðurmyndin var unnin eftir þeirri innrauðu með flokkun hennar í mynd- vinnslubúnaðinum og voru notaðir átta yfir- borðsflokkar. Þannig voru út frá endurkasti gróðurs dregin fram mörk milli fjögurra flokka gróðurs annars vegar og vatns, jökla og ógróins lands hins vegar. Heiti flokkanna eru: gróið land, allvel gróið land, fremur rýrt land, rýrt land, melar og urðir, sandar og hraun, jöklar og fannir, og vatn. Við gerð myndarinnar var stuðst við reynslu ýmissa sérfræðinga og byggt á notkun loftmynda, landmælinga, gróðurkorta og ljósmynda. Myndin er í einu lagi um 10 Mb að stærð. Þar eð fyrrnefndar myndir voru með 100 x 100 m myndeiningum en frumgögnin hafa 30 x 30 m myndeiningar var ákveðið að gera þriðju myndina í meiri upplausn. Hún er svarthvít og voru bönd 2, 3 og 4 notuð við gerð hennar. Stærð þessarar svarthvítu myndar af öllu landinu er 210 Mb (6. mynd, l.tafla). ■ NÝjAR HEILDARMYNDIR Eitt meginverkefni Landmælinga íslands er kortagerð og kortaútgáfa. Við gerð heildar- myndanna var unnið að því að finna leiðir til þess að nýta gervitunglamyndir við korta- gerð, einkum til að endurskoða og sýna gróður á kortum. Við gerð heildarmyndanna þriggja komu vel í ljós ýmsir annmarkar sem geta verið í frumgögnunum og er þar einkum átt við rendur sem stafa af innri gerð skannans í gervitunglinu, en þær eru mest áberandi á landi við jaðrajökla (9. mynd). 1 framhaldi af gerð gróðurmyndarinnar og heildarmyndanna, sem lokið var árið 1993, var ákveðið að halda áfram stafrænni 23

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.