Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 29
LEIFUR A. SÍMONARSON
OG JÓN EIRÍKSSON
Báruskel
EÐA GÁRUSKEL?
„Skeljarnar skakkhjartlaga, ekki
þykkar, allkúptar, gulhvítar eða
íbrúnar að lit. Hýði greinilegt,
stundum stutthært. Nefið lítið eitt
framan við miðju. Bakrendurnar
fremur hallalitlar. Kviðröndin óslétt
°8 bggur í kröppum boga. Geisla-
rifin 30-33, mjög sjaldan fœrri eða
fleiri. L. allt að 82 mm. “ Þannig er
báruskel lýst í riti Ingimars Oskars-
sonar, Samlokur í sjó, en það kom
fyrst út árið 1952 í ritröð um
skeldýrafánu íslands (1. mynd a).
atneskt nafn báruskeljar er nú
oftast ritað Clinocardium cilia-
tum. Danski presturinn og síðar
biskupinn Otto Fabricius gaf
henni tegundarheitið árið 1780, en nefndi
hana Cardium ciliatum þar sem hann taldi
Leifur A. Símonarson (f. 1941) lauk magistersprófi í
jarðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1971 og
licentiat-prófi frá sama skóla 1978. Hann er prófess-
or í steingervingafræði við Háskóla Islands og hefur
einkum fengist við rannsóknir á tertíerflóru Islands
og sælindýrafánum frá efri hluta tertíers, ísöld og
nútíma á Islandi og Grænlandi.
Jón Eiríksson (f. 1944) lauk B.S.-prófi í jarðfræði frá
Háskóla íslands 1973 og Ph.D.-prófi í jarðfræði frá
University of East Anglia í Norwich, Englandi 1979.
Hann starfaði við Orkustofnun 1973-1974 en hefur
starfað við Raunvísindastofnun Háskólans frá 1978.
Jón hefur stundað rannsóknir á ísaldarsetlögum og
sjávarsetlögum. Hann er aðjúnkt við jarð- og land-
fræðiskor Háskóla íslands og hefur einkum annast
kennslu í setlagafræði og jarðfræðikortagerð.
tegundina til ættkvíslarinnar Cardium. Árið
1936 var henni hins vegar skipað í ætt-
kvíslina Clinocardium, sem Bandaríkja-
maðurinn A.M. Keen nefndi svo.
Báruskel er algeng umhverfis ísland á 0-
260 m dýpi, einkum neðan fjörumarka og
virðist kjördýpi hennar vera 8-95 m
(Guðmundur G. Bárðarson 1920, Madsen
1949). Hún kann best við sig á mjúkum
eðjubotni en lifir líka á blönduðum botni
(Madsen 1949). Þannig finnst hún oftast í
fínkornóttara botnseti í kyrrari sjó en krók-
skel (Serripes groenlandicus), sem er
náskyld henni, en báðar tegundirnar sía
fæðuagnir úr sjó sem þær taka inn í
möttulholið (Thorson 1934, Ockelmann
1958). Báruskelin lifir í frekar köldum,
fullsöltum sjó umhverfis norðurskauts-
svæðið (circumpolar) og eru suðurmörk
hennar í Atlantshafi við sunnanvert ísland,
Austur-Finnmörk og Cape Cod á austur-
strönd Bandaríkjanna, en í Kyrrahafi við
Norður-Japan og Puget Sound á vestur-
ströndBandaríkjanna(Ockelmann 1958).
Ef skoðaðar eru eldri sem yngri orða-
bækur um íslenskt mál má sjá að oftast er
vísað til hörpudisks (Chlamys islandica) í
umfjöllun um báruskel. Þá er litið á þessi
nöfn sem samheiti og þau notuð um sömu
tegundina. Varla getur það talist greinar-
gott. Þar að auki hafa a.m.k. þrjár tegundir
verið nefndar báruskeljar. Þær lifa ekki
lengur við landið, en voru hér í lok tertíer-
tímabils fyrir rúmlega þremur milljónum ára.
Tegundir þessar einkenna lífbelti í neðsta
Náttúrufræðingurinn 68 (1), bls. 27-36, 1998.
27