Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 30
1. mynd a: Báruskel (Clinocardium ciliatum). b: Hörpudiskur (Chlamys islandica). Mœlikvarðinn er 1 cm. - a: The heterodont bivalve Clinocardium ciliatum. b: The dysodont bivalve Chlamys islandica. Scale is shown by 1 cm bar. hluta Tjörneslaga og hafa viðkomandi jarð- lög því verið nefnd báruskeljalög. Ekki greiðir sú nafngift úr nafnaflækjunni. Því telja höfundar ástæðu til að endurskíra teg- undirnar úr Tjörneslögunum og nefna þær gáruskeljar og jarðlögin gáruskeljalög eftir þeim. Á skeljunum eru áberandi gárur sem liggja samsíða rönd skeljanna, en bárur sem ná frá nefi og niður að kviðrönd sjást vart nema hjá einstaka tegundum og eru þá mjög ógreinilegar. I greininni verður fjallað nánar um þessar nafngiftir og tegundagreiningu gáruskelja úr Tjörneslögum. ■ ER BÁRUSKELIN HÖRPUDISKUR? Nafnið báruskel virðist fyrst hafa verið notað á íslensku í riti Jóns Guðmundssonar lærðaum íslands aðskiljanlegar náttúrur, en það var líklega skrifað á árunum 1640-1644 (Halldór Hermannsson 1924). Jón lærði sagði einnig frá hörpudiski eða St. Jakobsskel, eins og hann taldi hann oftast nefndan hér á landi og raunar í Evrópu, og síðan hefur oftast verið gerður skýr greinarmunur á báruskel og hörpudiski (1. mynd b). Þannig gat Eggert Olafsson um báðar tegundirnar hér við land í Ferðabók sinni, sem kom fyrst út árið 1772, og einnig Færeyingurinn N. Mohr í náttúrusögu íslands sem gefin var út 1786. Þá sagði Benedikt Gröndal frá báruskel og hörpudiskum í riti sínu um dýrafræði, en það kom út árið 1878. Síðan hefur margoft verið sagt frá tegundunum hér við land og báruskel því oft verið nefnd. Jón Ólafsson frá Grunnavík nefndi bæði báruskel og hörpudisk í riti sínu um sæ- og 2. mynd. (s. 3). Gáruskeljar úr Tjörneslögum ogfrá steinöld (miðbiki nútíma) í Danmörku. a: Venerupis aurea, glóskel úr efsta hluta gáruskeljalaga. b: Venerupis aurea, glóskel úr jarðlögum frá steinöld í Danmörku. c: Venerupis rhomboides, bugskel úr efsta hiuta gáruskeljalaga. d: Venerupis rhomboides, bugskel úr efri hluta tígulskeljaiaga. e: Venerupis pullastra, möttulskel úr efsta hluta gáruskeljalaga. f: Venerupis pullastra, möttulskel úr jarðlögumfrá steinöld íDanmörku. g: Venerupis pullastra, möttulskel úr efri hluta gáruskeljalaga. Afsteypa af innra borði skeljarinnar; örin vísar á möttulbuginn. Mœlikvarðinn er I cm. 28

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.