Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 32
vatnadýr á íslandi, sem hann lauk við að taka saman árið 1737. Fylgir hér smákafli úr riti Jóns: „Hörpudiskar eru bæði stórir og smáir, allir Iítið íhvolfir, frambreiðir og sléttir innan við kaflann, hvar fiskurinn liggur, sem er sagður mjög sætur, en þar fyrir framan með köflum, röstum og reinum, eða lögum og rákum á milli, allt fram að röndinni eða opinu; þó eru þessir kaflar ei svo brattir, né reinarnar djúpar, sem utan, þar hvortveggi er hærri og dýpri, og liggja langt frá naflanum, og fram að röndinni eða munninum, og stækka því meira sem fram á sækir; eru kaflamir utan til misþykkir og rákirnar misdjúpar og víðar, þó eptir skammti, svo optast eru jafn margir mjóir kaflar og grynnri rákir á milli. Við nafl- ann eru tvö flöt hök eða eyru, annað lítið, annað tvöfalt stærra. Eins eru rákir og kaflar í hálfhringunum, sem þvers um liggja, en þó ei svo djúpir, sem hinir langseptir. Liturinn er hvítur eða rauður optast, innan frá fiskleginu, fram að röndinni. Hálfhringarnir utan eru hvítir, en sumar þessar skeljar eru aldeilis dökkleitar utan. Eystra kallast þær Báru-skeljar.“ Þorvaldur Thoroddsen birti þennan kafla úr handriti Jóns í Landfræðissögu Islands árið 1898 og þaðan tók Sigfús Blöndal þetta upp í Islensk-danska orðabók sína, sem út kom í heftum á árunum 1920-1924, en hann taldi hörpudisk samheiti báruskeljar og vitnar í áðurnefnt rit Þorvaldar. Hér er sennilega komin skýring á því að í íslenskri orðabók handa skólum og alménningi eftir Árna Böðvarsson, sem út kom árið 1963 og aftur 1983, er vísað til hörpudisks í umfjöllun um báruskel í báðum útgáfunum. Sama er að segja um Islenska samheitaorðabók sem gefin var út af Háskóla íslands árið 1985 í ritstjórn Svavars Sigmundssonar. Nafnið báruskel virðist fremur vinsælt meðal Islendinga og því er sagan varla hálf- sögð ennþá. Nú hefur nafnið báruskeljar, þ.e. fleirtölumyndin, verið notað í nokkur ár, eða að minnsta kosti frá 1968, um þrjár samlokutegundir í Tjörneslögum sem ekki lifa lengur hér við land (2. mynd). I samræmi við það hefur neðsti hluti Tjörneslaga, frá Köldukvísl til Rekár á vestanverðu Tjörnesi, verið nefndur báruskeljalög (Þorleifur Einarsson 1968). GuðmundurG. Bárðarson (1925) skipti Tjörneslögum milli Köldu- kvíslar og Höskuldsvíkur í þrjú lífbelti eftir steingervingum og nefndi það elsta eftir ættkvíslinni Tapes, hið næstelsta eftir ætt- kvíslinni Mactra og það yngsta eftir teg- undinni Cardium groenlandicum (3. mynd). Allt frá 1968 hefur elsta lífbeltið verið nefnt báruskeljalög þegar fjallað hefur verið um það á íslensku, miðbeltið tígulskeljalög og það yngsta krókskeljalög. Guðmundur G. Bárðarson notaði sjálfur aldrei þessi ís- lensku heiti. í bók hans Ágrip af jarðfræði, 2. útgáfu, sem kom út árið 1927, stendur hins vegar um elsta lífbeltið: „Einkennistegund- imar eru suðrænar skeljategundir, er nefnast „ Tapes “ (skyldar báruskeljum); lifa enn við suðvesturstrendur Noregs og við Bret- land.“ Einhvern veginn hefur þetta síðan orðið að báruskeljum. Það getur varla talist sérlega heppilegt að nefna þessar skeljar úr Tjörneslögunum báruskeljar því þær eru raunar skyldari freyjuskeljum (Veneridae) og þar á ofan hefur nafnið verið notað miklu lengur á allt aðrar tegundir. Þetta hefur oft valdið ruglingi, enda ekki óeðlilegt að flestir búist við að finna hina einu sönnu báruskel í báruskeljalögunum. Það er að minnsta kosti ljóst að sú tegund sem almennt gengur undir nafninu báruskel (Clinocardium ciliatum) og lifir nú hér við land hefur ekki fundist í þessu neðsta lífbelti Tjörneslaga. Hún kemur fyrst inn í íslensk skeldýra- samfélög í yngsta lífbeltinu, þ.e. krókskelja- lögunum. ■ BÁRUSKEL OG GÁRUSKEL, BÁRUSKELJALÖG EÐA GÁRUSKELJALÖG í riti Ingimars Óskarssonar (1952) um samlokur í sjó er orðið bára oftast notað um geislarif, þ.e. fellingu á yfirborði skelja sem nær frá nefi og út að kviðrönd skeljanna; sjá t.d. lýsingu hans á bárudiski (Chlamys arata áðurPecten aratus). Slíkar bárur eru áberandi bæði hjá hörpudiski (Chlamys islandicá) og báruskel (Clinocardium ciliatum) og þar er ef til vill komin skýringin á því að Jón 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.