Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 38
found in Icelandic waters anymore. They are dis-
tributed from western Norway to the coasts of
northern Africa and indicate 5-6° C higher sea
temperature in the Tjömes area during the depo-
sition than now prevailing in North Iceland.
Older identifications of Venerupis (former
Tapes) specimens from the Tjörnes deposits are
discussed and revised.
PÓST- &NETFANG HÖFUNDA/
AuTHORS’ADDRESS &E-MAIL
Leifur A. Símonarson
Raunvísindastofnun Háskólans
/Science Institute
Jarðfræðahús Háskólans
IS-101 Reykjavík
leifuras@raunvis.hi.is
Jón Eiríksson
Raunvísindastofnun Háskólans
/Science Institute
Jarðfræðahús Háskólans
IS-101 Reykjavík
jeir@rhi.hi.is
Fpettipl
RJÚPUR, RJÚPNAVEIÐIMENN
OG RÁNFUGLAR
Landeigendur og náttúruverndarsinnar hafa áhyggjur af minnkandi rjúpnastofnum á
Bretlandi. Rannsókn, sem Konunglega fuglaverndunarfélagið (Royal Societyfor the Protec-
tion of Birds) og Skoska þjóðararfleifðin (Scottish National Heritage) stóðu að á einni
landareign á landamærum Skotlands og Englands, benda til þess að minnkandi rjúpnaveiði
tengist fjölgun ránfugla. Fylgst var með varpi tveggja tegunda ránfugla á svæðinu í sex ár,
1991 til 1996. Fyrsta árið komust ungar á legg úr tveimur hreiðrum bláheiðis (Circus cyaneus)
og þremur hreiðrum förufálka (Falco peregrinus). Síðan vænkaðist hagur fuglanna og árið
1996 voru samsvarandi tölur 15 hreiður bláheiðis og fimm förufálkahreiður. Veiði á dalrjúpu
(Lagopus lagopus) snarminnkaði hins vegar: Árið 1991 veiddust 1879 rjúpur en 1996 ekki
nema 67.
Veiðimönnum þykir þetta að vonum allillt og samtök þeirra (Game Conservancy Trust) hafa
lagt til að safnað verði eggjum eða ungum úr hreiðrum bláheiðis á rjúpnaveiðilöndum,
ungarnir aldir upp og þeim sleppt annars staðar. Vistfræðingar hafa lilla trú á að þetta takist.
Veiðimenn á öðrum rjúpnalöndum myndu ekki fagna þessari samkeppni auk þess sem
aðkomufuglarnir ættu sér tæpast lífsvon innan um hagvana heiða sem fyrir væru.
Önnur hugmynd er að fóðra ránfuglsungana í hreiðrunum svo þörf þeirra fyrir rjúpnaket
minnki. En þetta yrði tímafrekt og erfitt í framkvæmd og auk þess óvíst um árangur.
Rjúpnaskyttur telja ólíklegt að stjórnvöld leyfi fækkun ránfugla af mannavöldum en forseti
Skosku þjóðararfleifðarinnar, sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon, hefur lagt til að
gullerni (Aquila chrysaétos) verði búin varpaðstaða á rjúpnaveiðilöndum þar sem hann muni
halda bláheiði í skefjum. Magnús segir að allar hugsanlegar lausnir á vanda rjúpnaskyttna
verði athugaðar á ráðstefnu sem boðað hefur verið til næsta vor.
SjáNew Scientist, 8. nóvember 1997.
Örnólfur Thorlacius tók saman.
36